Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 22

Andvari - 01.01.1951, Side 22
18 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI illgresið. í stað þess ætti heldur að leggja sem mesta rækt við að sá svo lífelfdu fræi hins góða, að það dragi til sín alla þá næringu, sem jarðvegurinn geymir. Þá deyr illgresið af sjálfu sér.“ Við marghliða og margvíslega athugun sína á tilverunni og lögmálum hennar og framvindu lífsins og menningarinnar komst hann, þrátt fyrir allt illt, að þeirri niðurstöðu, að ástæða sé til að vona, að takast megi að samrýma alla fjölbreytnina, sem lífið og gróðurinn hafa upp á að bjóða, þannig: „að hver fengi að þroskast og lifa samkvæmt innsta eðli sínu og öðrum þó að meinalausu. Það gengur ekki ryskingalaust, en því meiri sem drengskapurinn er, því meira verður víðsýnið, því dýpri skilningurinn og því betri hin frjálsa samvinna." Og hann telur sig og skoðanabræður sína ekki þurfa að blikna eða blána fyrir mönnum örvænis eða fyrir hundingjun- um, sem sjá ekki sólina þess vegna, að þeir hafa makað sóti mein- fýsi, tortryggni og bölmæði á sína sálarljóra. Hann spyr: „Hverjir verða að jafnaði sigurvegarar? Eru það þeir, sem engu treysta? Eru það þeir, sem telja sér ósigurinn vísan? Nei, það er hugurinn, sem ræður hálfum sigri . . . Vér verðum sjálfir að smíða sólina, er leiði dag yfir landið. En efnið í þá sól eru hæfileikar þjóðarinnar." Hann rannsakar eðli og möguleika þjóðar sinnar í Ijósi sögu hennar og bókmennta og kemst að þeirri niðurstöðu, sem felst í lokaorðum bókarinnar íslendingar, en þau hef ég tilgreint hér að framan. Á öðrum stað segir hann ennfremur um þjóðina: „í því bezta, sem hún hefir hugsað og gert, er göfgi og afl, sem er fullt af fyrirheitum. Lestir hennar eru að miklu leyti skuggar stórra dyggða. Og framtíð. hennar verður að sama skapi góð sem vér hlúum að því, sem hefir verið hinn heilagi eldur í lífi þessarar þjóðar: ást á mannviti, þekkingu og drengskap." Guðmundur Finnbogason lifði bernsku sína á tímum mikilla þrenginga í lífi þjóðarinnar og ærins tvíveðrungs um örlög henn- ar. Einmitt á Norður- og Norðausturlandi krepptu þá ís og eldur einna óvægilegast að öllum almenningi; þaðan tók sig upp

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.