Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 24

Andvari - 01.01.1951, Side 24
20 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVAIU „En fyrsta skilyrðið til allra framiara í þeim efnum er ljós þekking á lögum sálarlífsins og lögum náttúrunnar. An þeirrar þekkingar verða allar umbótatilraunir fálm í myrkri. Höfum því allir eitt orðtak: Ljós yfir vinnuna, vinnurn í ljósinu.“ Hér að framan hefur verið vikið að ást Guðmundar á íslenzkri menningu og skilningi hans á henni og ennfremur skýrt lítil- lega frá starfi hans í orðanefndinni. Ungur öðlaðist hann ást á íslenzkri tungu og á bókmenntum í bundnu máli og óbundnu, og við aukna þekkingu á íslenzkunni og á bókmenntum þjóðar- innar að fornu og nýju hefur ást hans orðið rótfest djúpum skilningi á lögmálum málsins, töfrum þess og fegurð. Honum hefur orðið það flestum ljósara, hvert lífsins tré tungan er í sjálfu sér og hverja ávexti hún hefur borið þjóðinni til handa. Hún varð honum allt í senn: heilög móðir, sem hann elskaði og virti, dís ævintýraheims, sem veitti honum hvíld og unað, — og sú auðuga húsfreyja, sem lagði börnum sínurn til hvers konar tæki í starfi og stríði. Og hann náði frábærri leikni í að beita þeim tækjurn, og um leið gerðist hann vörður og verndari tungunnar. Hann var einn hinn skeleggasti fjandmaður allra erlendra slettna og orðsluípa, og gekk honum þar fleira en eitt til. Hann vildi ekki sjá blett né hrukku á búnaði tungunnar, en hann skildi og, hvers virði það mun verða, hér eftir eins og hingað til, að hver og einn íslendingur geti „hlustað jafnt á raddir forfeðra sinna sem samtíðarmanna", og hver hugvekja er að því hverj- um manni, að orðin, ný og gömul, séu í lifandi samhengi hvert við annað. Guðmundur Finnbogason var ávallt alþýðlegur mað- ur í þess orðs beztu merkingu, og þar eð hann hafði gert sér grein fyrir því flestum fremur, að hin fámenna þjóð okkar verð- ur að treysta framtíð sína með sem víðtækastri menningu allra sona hennar og dætra, miðaði lífsstarf hans fyrst og fremst að því að gera alþýðu þessa lands sem greiðasta leiðina til þroska. En ef íslenzkan var fyllt erlendum orðum, var þessi leið gerð þorra manna torfærari en ella, þrengdur sjóndeildarhringur

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.