Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 27

Andvari - 01.01.1951, Side 27
andvari Stefnt að höfundi Njálu. Eftir Barða Guðmundsson. XIV. NOREGSFÖR. Maður er nefndur Þorvarður (eða Sturla). Ilann var hóg- látur höfðingi, vitur maður, góður drengur og hafði mikla trú á Pétri postula. Sonur Þorvarðs hét Elöskuldur (eða Snorri). klppivöðslumaður var hann og óeirinn. Voru þeir feðgar mjög óskaplíkir. Höskuldur vildi koma á kné höfðingja einum, er Eyjóltur hét (eða Hrafn), en þóttist eigi styrk til þess hafa, nema faðir hans veitti honum liðsinni. 1 il þess var Þorvarður mjög tregur. Hugði hann að lítil gifta myndi fylgja átökum við Eyjólf. Samt lét Þorvarður við áeggjun til leiðast að taka þátt í atför að Eyjólfi, er hann sá að aðvaranir dugðu ekki, og að Höskuldur sonur hans var staðráðinn í því að fara að Eyjólfi, þótt hann nyti einskis stuðnings frá föður sínum. Svo sem Þorvarður hugði reyndist þeim feðgum óráð að etja kappi við Eyjólf. Varð Þor- varður að fara landflótta, og við óvenjulega erfiðar aðstæður, sem nú skal greina. Þegar Þorvarður kom til Noregs var Elaraldur (eða Magnús) fonungur honum svo mótsnúinn, að við borð lá, að hann væri drepinn vegna mála sinna á íslandi, enda var Þorvarður af- fluttur mjög við konung. Að vísu lýsti konungur yfir því, að hann myndi eigi sjálfur láta drepa Þorvarð, en lét þó fullkom- Jega í veðri vaka, að honum þætti enginn skaði skeður þótt aðrir hæfust handa um það. En Þorvarður átti hauk í liorni, þar sem var Úlfur (eða Gautur) ráðgjafi konungs. Veitti hann Þor- varði drengilegan stuðning. Varð og konungur þess brátt vís, að

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.