Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 31

Andvari - 01.01.1951, Side 31
andvari Stefnt að höfundi Njálu 27 það, hvað veldur, er höíundur Ljósvetninga sögu lætur Þorvarð á Fornastöðum vísa vanda sínuin til úrlausnar Péturs postula. Við hlið Eyjólfs halta er Þorvarður á Fornastöðum aðalsögu- hetjan í. síðari hluta Ljósvetninga sögu og er viðhorf höfundar til þeitTa harla ólíkt. Eyjólfur hefir sína kosti og lesti, en ekk- ert orð og ekkert atvik kastar skugga á minningu Þorvarðs á Fornastöðum. Ætíð er hann látinn koma fram sem „vitur mað- ur“ 0g „góður drengur". Hann skipar sess með Hlenna í Saur- hæ. LTm báða skrifar höfundur af einstakri velvild og virðingu. Má vart á milli sjá hvor þeirra er honum kærari. Flokk hinna utvöldu í Ljósvetninga sögu fylla auk Þorvarðs og Hlenna, Koðrán fóstursonur Fllenna, Þórlaug á Möðruvöllum og Álfdís 1 Gnúpufelli. Um Þorvarð er andstæðingur hans, Einar að Hrafnagili, látinn segja: „Góður drengur er hann . . . . Er hon- um vel farið. Hann er varúðugur og mikill fyrir sér. Og því að- eins dugir þeim frændum, ef hann sezt fyrir málið“. „Jafnt þykir mér heit þín sem handsöl annarra manna“ segir Guðmundur ríki við Hlenna. Þegar Koðrán hlaut banasárið, kallaði maður: „Þar fór nú einn bezti maður úr Eyjafirði“ segir hann. Hallur tuælti: „Og var Guðmundarson, þó góður væri“. En mesta lofið 1 Ljósvetninga sögu birtist þó í hinum einföldu orðum Þórlaugar er hún segir: „Eigi mun eg skilja við Álfdísi frændkonu mína, en hún mun eigi skilja við Brúna“. Það mun óhætt að fullyrða, að höfundur Ljósvetninga sögu bafi haft Sturlu lög mann Þórðarson í huga, er hann lýsir Þor- varði á Fornastöðum, en Ingibjörgu Sturludóttur, þegar hann minnist Álfdísar í Gnúpufelli. Gefur þetta atriði eigi litla leið- beiningu í leitinni að Eyfirðingnum, sem söguna samdi. Sturla Lórðarson ól allan sinn aldur á Vesturlandi nerna þau ár, sem ^ann dvaldist erlendis. Engar líkur hníga að því, að Sturla hafi att alúðarvini eða nána vandamenn í Eyjafirði á síðari helm- 'nH 13. aldar nema dóttur sína Ingibjörgu og mann hennar 01'ð Þorvarðsson úr Saurhæ. Þegar svo gætt er hins mikla lofs, sem borið er á Saurbæjarbóndann og fósturson hans, verður eigi

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.