Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 35

Andvari - 01.01.1951, Page 35
andvari Stefnt að höfundi Njálu 31 son dótturdóttursonur hans. Hallur prestur andaðist arið 1228 og mun hann hafa búið að Ljósavatni. Sanrtiðarmaður hans er Ögmundur prestur á Einarsstöðum. Synir hans hetu Gunn- steinn og Oddi. Árið 1221 voru þeir feðgar Ögmundur og Gunn- steinn vegnir og eru þeir Ljósvetningar nefndir í annalum. Hall- ur prestur Gunnsteinsson var dóttursonur Þorgils Oddasonar að Staðarhóli. Þegar gætt er svo búsetu Ögmundar prests a Einars- stöðum og nafna sona hans: Gunnsteinn og Oddi fer eklci hja því að Ljósvetningar þessir hafi verið nafrændur barna Halls prests Gunnsteinssonar. Voru synir hans Gunnsteinn og Páll teður Vigfúss og Eyrar-Snorra, en Jóreiður dottir Halls var amma Snorra Sturlusonar og Ingibjargar konu Þórðar Þorvarðssonar úr Saurbæ. Er ekkert líklegra en að þeir Hallur prestur og Ögmund- ur prestur hafi bræður verið. Liggur þá beint við að hugur höf- undar Ljósvetninga sögu hvarfli að Ljósvetningum sinnar sam- tíðar þegar greina- átti frá hinni samnefndu fomætt. Mun og allt vera sama kynkvíslin. Til þess bendir sjálft ættarheitið, Ljós- vetningar, svo og nöfnin Ögmundur, Gunnsteinn og Llallur. Nú vill svo til að sýna má, að sögn um Ljósvetninga þrett- ándu aldár sé frá Saurbæingum í Eyjafirði runnin. í frasögn af aðdraganda orustunnar á Elelgastöðum 1220 er þannig kornizt að orði í íslendinga sögu Sturlu lögmanns: „Manudaginn er biskup var undir Fjalli ríður Ivar ofan í Valahrís og með hon- uui Ögmundur prestur af Einarsstöðum og Oddi sonur hans. Finna þeir þar á veginum Þorvarð úr Saurbæ — og stíga af hestum sínum og töluðust við. Þá ríður þar að Elöskuldur Gunnarsson. ívar mælti: ,,Því ríður þú hér, Höskuldur, á glett við oss, þvi að osýnt er, hversu við þolum þér það“. ,,Eg hlyt að raða lerð- um minum, en þið munuð ykkar ráða“. í því hljop að Oddi skeiðkollur og heggur til Höskulds og stefnir á fótinn. En Llöskuld- ur hrá undan fætinum og fram á hesthálsinn og kom í siðu hests- 'us. 1 því reið Höskuldur undan, en hesturinn féll dauður nið- ur er hann kom á völlinn undir Fjalli. Fór hann a lund biskups, en þeir ívar heim í Múla“. 3

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.