Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Síða 36

Andvari - 01.01.1951, Síða 36
32 Barði Guðmundsson ANDVARI Kjami þessarar greinar er sem sjá má upphlaup Odda skeið- kolls. Samt er frásögnin miðuð við nærveru Þorvarðs úr Saur- bæ, sem annars kemur ekkert hér við sögu. Er mjög ólíklegt að nokkmm hefði dottið í hug að geta um fund Ljósvetning- anna og Þorvarðs á veginum nema þeim, sem hefir söguna haft eftir honum. Þegar svo vitað er, að Þórður sonur hans var tengdasonur höfundar íslendinga sögu, má næsta ljóst vera að frásaga þessi sé komin frá Saurbæjarfeðgum. Og hún hefir verið rík í minni þess manns, sem samdi Ljósvetninga sögu. Tvisvar er Höskuldur Þorvarðsson látinn í sögunni bera vopn á mann, og heitir sá Oddi, er fyrir verður. Gerist þetta í Fnjóskadalsför Eyjólfs halta, er hann sótti eindagann í Friðgerðarmálinu: „Höskuldur sneri að Odda örðugum, er þeir snem hestunum, og nam öxarhyrnan í milli herða honum. Komust þeir svo aftur til sama lands. Þá mælti Oddi: „Eigi sækist nú skjótt reiðin“. Eyjólfur mælti: „Eigi munum við enn skildir". Þá var mönnum hleypt til féránsdóma á hvem bæ“. Ef ekki væri um heimildatengsl að ræða, mætti það þykja undarlegt að Höskuldar og Oddar eigi þrisvar í vopnaviðskiptum sín á milli. En hér eru þau áreiðanlega fyrir hendi. Það eru ekki bara nöfnin Höskuldur og Oddi, sem benda til sambands milli frásagnanna. í háðum heimildum er aðeins skýrt frá einu höggi er fallið hafi þá er Höskuldamir og Oddamir eigast við, og það er greitt manni á hesthaki, sem hleypir á brott ósærður. Á báðum stöðum er það Ljósvetningurinn, sem tilræðið veitir. Hér af leiðir nafnabrenglið í Ljósvetninga sögu. Þar heggur Ljósvetningurinn Höskuldur til Odda, en í Valahrísum lijó Ljós- vctningurinn Oddi til Höskulds. Síðar í sögunni verður svo vart hugrenningatengsla höfundar á milli Oddanna. Þegar Oddi frá Höfða kemur á fund Knúts konungs ríka, segir konungur við hann: „Hvort barðist þessi Oddinn við frændur sína á ls- landi?“ Oddi svarar: „Þar voru þeir menn, er mér voru skyldir, en eg vægja í móti“. Spuming konungs sýnir að höfundur hefir haft báða Oddana í huga, því það var Oddi skeiðkollur en ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.