Andvari - 01.01.1951, Qupperneq 39
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
35
höfundur láti öxarhyrnu Höskulds koma við bak Höfða-Odda
uti í ánni, dettur honum ekki í hug sá sjálfsagði hlutur, að Veisu-
menn reki flótta óvinanna yfir fljótið. Það er því líkast að fyrir
söguhöfundi hafi vafizt minning um óreitt vatnsfall, sem hindr-
aði atför og eftirreið. Og reyndar liggur það beint við, að hugsun
um fljót sem illan farartálma hefir ekki getað verið höfundinum
Ijarlæg, þegar hann greindi frá vafstri Ljósvetninga við ána.
Frásögn þeirri fylgir sagan um liðsbón Höskulds við Þorvarð
iöður sinn. í Sturlu þætti fylgjast einnig að frásagnirnar af liðs-
t>ón Snorra við föður sinn, Sturlu á Staðarhóli, og tilraun þeirra
til atfarar að Hrafni Oddssyni í Stafholti, sem strandaði hjá
Norðurá, því áin var í vexti og reyndist óreið. Þegar þess er gætt,
111 a skilja hversvegna Fnjóská verður sú markalína, sem Ljós-
vetningarnir frá Veisu komast ekki yfir í viðureign sinni við
Eyjólf halta. Áhrif fyrirmyndarinnar á hugsanir höfundarins hafa
skapað þessa markalínu, hvort sem honum hefir nú verið þetta
lyllilega ljóst eða ekki. Svo sjálfgefið er getuleysi hinna sjötíu
Eeisuriddara til atfarar yfir ána, að Eyjólfur er látinn dreifa
S1nni fámennu sveit til féránsdóma, alveg eins og einskis ófriðar
væri að vænta.
Það er engin tilviljun, að einmitt hér í sögu minnist höf-
undur í senn féránsdóma Hvamm-Sturlu að Staðarhóli, upphlaups
Odda Ljósvetnings í Valahrísum og ránskapar biskupsmanna
1 Eeykjadal. Þessu veldur hin örlagaríka liðsbón á Staðarhóli.
Höfundurinn er rétt áður búinn að greina frá járnburðarmáli
Friðgerðar með járnburðarmál Ingveldar Þorgilsdóttur frá Staðar-
hóli í huga og nú ætlar hann að fara að segja frá liðsbón Höskulds
orvarðssonar. Fyrirmyndin er liðsbón Snorra Sturlusonar. Þeg-
ar athygli höfundar beinist að Sturlu yngra Þórðarsyni á Staðar-
0h> rifjast upp sögnin um féránsdóma Sturlu eldra Þórðarsonar
par á bæ í járnburðarmálinu. Óhjákvæmilega vakna þá upp fleiri
^oinningar bundnar við Staðarhól, því höfundur er að semja
sogn um Ljósvetninga. Hallbera á Einarsstöðum, amma Ljós-
vetningsins Odda skeiðkolls, var systir Ingveldar og Einars Þor-