Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 49

Andvari - 01.01.1951, Side 49
andvari • • Gervinöfn í Olkofra þætti. Eftir Barða Giuhmmdsson. Ljósvetninga saga er ekki ein um það, að geyma kynvillu- brigzl um Guðmund hinn ríka á Möðruvöllum. Sama illmælið um hann finnst einnig í Olkofra þætti og veldur því, að hér verður reynt að brjóta heimild þá til mergjar. Efniskjarni þáttar- ins er þessi: Sex goðar taka sér fyrir hendur að féfletta mann að nafni Þórhall ölkofra. Forgöngu í málinu hafði Skafti lögmaður, og var Guðmundur ríki mjög í ráðum með honum. Á Alþingi verða aðiljar ásáttir um það, að málinu skuli Ijúka með gerð tveggja manna. Átti Ölkofri að velja háða gerðarmennina, en til þess var ætlazt, að fyrir valinu yrðu þeir Guðmundur og Skafti. Ölkofri hafði í laumi tryggt sér stuðning máganna Brodda Bjama- sonar og Þorsteins Síðu-Hallssonar. Fól hann þeim gerðina, þótt annað hefði hann áður látið í veðri vaka við þá Skafta. Broddi bað Þorstein „kjósa, hvort er hann vildi, segja sátt upp eða sitja fyrir svömm, ef nokkrir menn yrðu til að leita á gerðina. Þor- steinn lézt heldur vilja segja sátt upp en skipta hnýfilyrðum við þá goðana".1) Svo sem vænta mátti, reyndist hlutur goðanna við gerðina heldur rýr. „Broddi hafði við búizt og stikað vaðmál í sundur, °g kastar hann þá sérhverjum stúf til þeirra og mælti: „Slíkt halla eg argaskatt". Hófst þar með orðasenna milli hans og goð- anna. Jós Broddi brigzlum yfir þá hvern af öðrum nema Guð- mund ríka. Hann gleymdist þó ekki. „Aftaninn fyrir þinglausnir" blaut Guðmundur sinn hlut af munni Brodda, og var sá drýgst-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.