Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 52

Andvari - 01.01.1951, Page 52
48 Barði Guðmundsson ANDVARI Eins og alkunnugt er, var Sturla lögmaður Þórðarson hið merkasta skáld. Skafta lögmanni brigzlar Broddi um það, að hann hafi ort mansöngsdrápu um gifta konu, „var það illa gert, enda var það illa goldið" segir Broddi. Skafti er talinn með hirð- skáldum í Skáldatali, svo að drápugerðin gæti hæft þeim Sturlu jafn vel. En þegar þess er gætt, að Sturla lögmaður skipar hinn sama virðingarsess hjá annálsritaranum við hlið Hrafns og Þor- varðs sem Skafti lögmaður við hlið Snorra og Guðmundar í Olkofra þætti, skýrist þetta atriði og reynist næsta mikilvægt. Fyrsta manni í nafnaröðum beggja heimilda láist að hefna vígs föður síns, öðrurn í röðinni er borin kynvilla á brýn, en sá þriðji er lögmaður og drápuhöfundur. Jafnframt kemur það í ljós, og auðvitað ekki óvænt, að kynvilluníðinu um Guðmund ríka er í Ölkofra þætti eins og í Ljósvetninga sögu beitt gegn Þorvarði Þórarinssyni. Sterkur grunur hlýtur nú að vakna um það, að orðum Brodda við fjórða, fimmta og sjötta goðann sé einnig beint að höfðingj- um í lögmannstíð Sturlu Þórðarsonar og þeim þá raðað eftir met- orðum svo sem Hrafni, Þorvarði og Sturlu undir nöfnunum Snorri, Guðmundur og Skafti. Einn þeirra er reyndar auðþekktur þrátt fyrir goðagervið. Við Eyjólf „son Þórðar gellis“ frá Hvammi í Dölum segir Broddi: „Þá var dregin burst úr nefi þér, er þú fórst norður til Skagafjarðar og stalst öxnum frá Þorkeli Eiríkssyni, en Goðdala-Starri reið eftir þér, og sástu þá eftirförina, er þið voruð komnir í Vatnsdal. Varðstu þá svo hræddur, að þú brást þér í merarlíki, og voru slíkt fim mikil, en þeir Starri ráku aftur öxnina, og var það satt, að hann dró hurst úr nefi þér“. Þegar Oddur Þórarinsson síðsumars 1254 tók við ríki Giss- urar Þorvaldssonar í Skagafirði, reið hann „bráðlega vestur til Vatnsdals í Hvamm til Þorsteins og lét reka þaðan sauðfé margt, bæði ásauð og geldfé og enn naut þau, er þeir komu höndum á“.3) Hinn 14. janúar veturinn eftir felldu synir Þorsteins i Hvammi og Idrafn Oddsson Odd Þórarinsson í Geldingaholti. Ræntu þeir þá staðinn og liðsmenn Odds, sem þar voru. Má fara

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.