Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 53

Andvari - 01.01.1951, Page 53
andvari Gervinöfn í Ölkofra þætti 49 nærri um það, hvert meginhluti þessa ránsfengs hefir verið fluttur, þótt elcki sé berlega greint frá því í heimildum. Fjárupp- tekt Odds í Hvammi, skömmu fyrir bardagann í Geldingaholti, ásamt nöfnum foringjanna í atförinni að honum, þeirra Ásgríms og Eyjólfs Þorsteinssona, gerir mál þetta ofboð auðráðið, þótt ekki væri öðru til að dreifa. Hinn 19. júlí féll Eyjólfur í Þveráreyra- orustu. Gerðist Þorgils skarði nokkru síðar höfðingi Skagfirðinga og settist að í Viðvík. Var nú leitazt við að koma á sættum milli Þorgils og þeirra Ásgríms og Hrafns. Fór á milli með sáttarboð Guðmundur prestur Ólafsson. Þegar Guðmundur kom frá Þor- gilsi, „fann hann Hrafn í Miðfirði. Sagði hann honum viðtal þeirra Þorgils og það, að fundur var stefndur allraheilagramessu- dag við Vatnsdalsá . . . Reið Hrafn þá norður með nokkra sveit manna og þeir Ásgrímur. Þorgils kom norðan allraheilagra- niessu“. Daginn eftir tókust sættir á Breiðabólstað í Vatnsdal. „Hétu þeir nú Þorgilsi fullkomlega sínu trausti, hvers sem hann þyrfti við. Reið Þorgils þá heim í Viðvík. Þóttust margir menn eiga að launa honum mikið fullting, að hann hefði rétt rán þau, er þeir höfðu ræntir verið í Geldingaholti".4) Vel má nú sjá, að í Ölkofra þætti er Goðdala-Starri enginn annar en Þorgils skarði. Nafnasamstæður heggja eru sömu lengd- ar> svo að bending er gefin um það, hvers vegna Starri hlýtur hér söguhlutverk. f Skagafirði, héraði þeirra Þorgils og Goðdala- Starra, hefir stórrán verið framið, en þeir gera sér hægt um hönd °g ríða vestur í Vatnsdal. Þar heimta þeir aftur ránsfengina, sem Flvammverjarnir, Eyjólfur sonur Þórðar gellis í Hvammi og Ásgrímur sonur Þorsteins Jónssonar í Hvammi höfðu þangað ^hitt. Er nú fróðlegt að athuga, hvernig hugsanir höfundar hafa verið að verki, þegar hann samdi skammaræðu Brodda um Eyjólf með Ásgrím Þorsteinsson í huga. Á Vatnsdalsfundinum 2. nóvem- er 1255 varð Ásgrímur að lúta lágt fyrir Þorgilsi skarða. Frá s]°narmiði Ásgríms og margra annarra séð hlaut Geldingaholts- ranið aðeins að skoðast sem endurgjald fyrir fjárupptöku Odds í vammi. Hana kallaði Heinrekur Hólabiskup reyndar rán, er

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.