Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 54

Andvari - 01.01.1951, Page 54
50 Barði Guðmundsson ANDVARI hann frétti um atburð þenna, og skipaði Oddi tafarlaust að „láta rakna ránið“. Nú verður Ásgrímur að þola þá auðmýking að skila Þorgilsi fengnum. Það er þetta, sem níðritarinn á við, er hann skrifar: „Varðstu þá svo hræddur, að þú brást þér í merar- líki, og vom slíkt fim mikil, en þeir Starri ráku aftur öxnina, og var það satt, að hann dró burst úr nefi þér“. Eftir að sýnt hefir verið, að fúkyrðum Brodda við Snorra, Guðmund, Skafta og Eyjólf er af höfundar hálfu beint gegn helztu höfðingjum landsins á áttunda tugi 13. aldar, fer einnig að rofa til um nafnana Þorkel Geitisson og Þorkel trefil. Frá árinu 1275 hefir geymzt bréf, sem byrjar þannig: „Virðulegum herra sínum Magnúsi konungi hinum kórónaða senda Árni biskup í Skálholti og Hrafn bóndi, Þorvarður bóndi, Ásgrímur bóndi, Sturla lögmaður, Sighvatur bóndi, Erlendur bóndi og öll hirðin, sú sem í Skálholtsbikupsdæmi er, kveðju Guðs og sína skylduga þjónustu“.B) Bréf þetta tekur af skarið um það, að árið 1275 hafa „bændur" þeir, sem þar eru nafngreindir, verið virðingamestir leikmanna í Skálholtshiskupsdæmi ásamt lögmanninum. Enda hlutu þeir allir herranafnbót nokkru síðar. Vafalaust eru þeir taldir upp eftir embættistign sinni. Fyrst á eftir biskupinum koma valdsmenn þeir, sem haft hafa umboð sín beint frá konungi, þá lögmaður og loks tveir sýslumenn, Sighvatur Hálfdanarson frá Keldum og Erlendur sterki Ólafsson. Hafa þeir verið um- boðsmenn eða fulltrúar hinna konunglegu valdsmanna og þá sjálfsagt Hrafns og Þorvarðs, sem fyrstir eru nefndir af leik- mönnum. Sex eru þessir fyrirmenn eins og goðamir, sem Broddi atyrðir. Fer nú að verða meir en líklegt, að á bak við Þorkel Geitisson og Þorkel trefil dyljist Sighvatur Hálfdanarson og Er- lendur sterki. Ekkert er í heimildum sagt um húsetu eða sýsluvöld Erlends sterka á þessum tíma. En Sighvatur hefir þá haft umboð Þor- varðs Þórarinssonar í „sýslu fyrir utan Þjórsá". Við athugun a frásögnum í Árna biskups sögu kemur þetta skýrt í ljós. Vorið 1274 varð Sighvatur að láta Oddastað af hendi við biskup og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.