Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 56

Andvari - 01.01.1951, Side 56
52 Barði Guðmundsson ANDVARI 3. Sturla—Skafti. Lögmennimir, sem ortu drápur. 4. Sighvatur—Þorkell Geitisson. 5. Ásgrímur—Eyjólfur. Misstu lrinn skagfirzka ránsfeng í Vatnsdal. 6. Erlendur—Þorkell Rauða-Bjarnarson. Röð höfðingjanafnana í bréfinu til konungs árið 1275 bendir ótvírætt til þess, að skömmu síðar hafi Ölkofra þáttur verið skráð- ur, en þó ekki fyrr en Ásgnmur var orðinn sýslumaður „fyrir utan Þjórsá“ og setztur í það virðingarsæti, sem Eyjólfur Þórðar- son skipar í goðatalinu. Frá valdatöku hans syðra er greint á þessa leið í Árna sögu: „Þenna tíma hafði sýslu fyrir utan Þjórsá Ásgrímur Þorsteinsson, bróðir Eyjólfs ofsa. Hann hafði verið í fyrstu suður um land í trausti Árna biskups með hyski sínu . . . Fékk hann með hans fulltingi og framkvæmd, hvort tveggja, sýslu fyrir sunnan fyrir utan Þjórsá með herra Hrafni. En því að í þ enna tíma þótti engi maður vera, nema hann væri vin Árna biskups, tóku rnargir að skipta sínu hugarfari til þessa sama Ásgríms. Nú því að herra Ásgrímur átti enga staðfestu, setti biskup hann niður á það land, er á Baugsstöðum heitir, niðri á Eyrarbakka".7) Óvíst er, hvort þetta hefir gerzt 1276 eða 1277, og um orsök þeirrar metorðaskerðingar, sem Ásgrímur hefir orðið fyrir rétt áður, er allt ókunnugt. Aftur á móti má fara nærri um það, hvers vegna Þorvarður var sviptur sýslu sinni „fyrir utan Þjórsá“ og hún fengin Hrafni til umráða, sem svo síðar í samráði við biskup gerir Ásgrim að sýslumanni þar. Um þessar mundir áttu þeir Þorvarður og Árni biskup í hörkudeilum. Hefir því biskup lagt kapp á það, að ná nærsveitum biskupsstólsins undan yfir- stjórn Þorvarðs, og róið að því öllurn árum í bréfum sínum til Magnúss konungs, að þær yrðu lagðar undir embætti Hrafns Oddssonar. Það er einmitt í þessurn átökum, sem Þorvarður árið 1276 sendir konungi þær fréttir, að Sunnlendingar og framast Sighvatur Hálfdanarson „létu sér bezt fara til hans“. 1 þeim bréfum er og vikið að Árna biskupi Þorlákssyni. Þar segir:

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.