Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 59

Andvari - 01.01.1951, Side 59
ANDVAIU Gervinöfn í Ölkofra þætti 55 vestur í Árnesþing árið 1274, á þessa leið: „Um vorið reið Árni biskup austur um ár og setti þann prest í Odda, er Grímur hét . . . Hafði þann stað áður haldið Sighvatur Hálfdanarson með bræðr- um sínum, sem fyrr var getið. En þótt hann væri í fyrstu hinn gildasti af mótstöðumönnum biskups, tókst brátt með þeim hinn mesti blíðskapur, sá er lengi hélzt. Fór Sighvatur nú búnaði sín- um í Skipaholt".12) Má segja, að ólíklegur væri Sighvatur til þess að hefjast handa urn málssóknir gegn frændum og skjólstæðing- um Árna biskups, svo sem Katli Ketilssyni. Voru þeir Sighvatur og biskup þremenningar að frændsemi. Nú bregður svo einkennilega við, að í Ölkofra þætti sleppur Sighvatur hjá öllu mannorðshnjaski, þótt höfundur virðist hafa haft hann í huga, þegar Þorkell Geitisson er nefndur. Meira að segja er Broddi látinn biðja velvirðingar á ónotum sínum við Þorkel. Aftur á móti níðir hann Eyjólf Þórðarson og Guðmund dka á hinn herfilegasta hátt. Hér eru hafðir að skotspónum báðir forustumennirnir í skuldamáli Ketils Ketilssonar, og eru illmælin um þá miklu alvarlegri en um hina höfðingjana, þar sem annar er þjófkenndur, en hinn talinn kynvillingur. Einkum á þetta þó við um Þorvarð, er virðist hafa knúið fram skuldaskilin, svo rífleg sem þau nú reyndust. Verður ekki annað sagt en hrak- yrðið argaskattur eigi langtum betur við um þær greiðslur en gjöldin til goðanna sex. Þegar skuldaskilin fóru fram, hafði ein- nutt sá höfðinginn forustu í Ketilsmálinu, sem borinn er kynvillu- ^rigzlum í Ölkofra þætti. Þátturinn hefst á frásögn, sem virðist vera eins konar dæmi- sa8a- Olkofri býr á Þórhallsstöðum í Bláskógum og á skóglendi nokkurt nálægt alþingisstaðnum. Eitt sinn, er hann var að kola- §erð, sofnaði liann I rá eldinum. Brann allur skógur lians, „en síðan hljóp eldur i þá skóga, er þar voru næstir, og brunnu skógar víða um hraunið". Þar á meðal skógur, sem goðarnir sex ftu. Gaf þetta óhapp goðanum í Ámesþingi átyllu til þess að nerja fjárheimtu á hendur Ölkofra. Lauk svo rnáli því með gerðar- nppsögn Þorsteins Síðu-Hallssonar á Alþingi. Telur Þorsteinn

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.