Andvari - 01.01.1951, Side 61
ANDVARI
Gervinöfn í Ölkofra þætti
57
samanborið við skóggangssakimar, senr bornar eru á lrina þrjá.
Virðast þau illmæli standa í hinu nánasta sambandi við minn-
ingar höfundar frá haustinu 1257, þótt kynlegt kunni að þykja.
Svo sem ráða má af Ljósvetninga sögu, hefir kynvilluorðrómur-
inn um Þorvarð Þórarinsson komizt í hámæli, er hann settist að
á Grund í Eyjafirði og hóf tilkall um mannaforræði þar á slóð-
um. Það var haustið 1257, og lauk þeirri hrinu með drápi Þorgils
skarða 22. janúar 1258. Llnr það leyti, er Þorvarður fluttist til
Eyjafjarðar og hóf baráttuna um arf Steinvarar tengdamóður sinn-
ar, var Þorgils skarði á ferðalagi um Þingeyjarþing. Lætur að lík-
um um tilefni erindrekstrar hans þar, því að Þorvarður taldi sér
bera allar sveitir í Norðlendingafjórðungi austan Öxnadalsheið-
ar. Þegar Þorgils var staddur í Reykjadal á yfirreið sinni, kom
til hans hraðboði frá Sturlu Þórðarsyni. Bar hann Þorgilsi þau
tíðindi, að Sturla ætti mjög í vök að verjast fyrir þeim Hrafni
Oddssyni og Ásgrími Þorsteinssyni, og bað hann Þorgils að lið-
sinna Sturlu. „Brá hann þegar við og reið norðan sem ákafast,
°g lét safna mönnum fyrir sér, svo senr hann komst við, hvarvetna
um sveitir. Fóru þeir sem mest máttu þeir norðan“. Fundust þeir
Þorgils og Sturla í Dölurn hinn 8. septenrber. Var Hrafn þar á
næstu grösum og „sendi menn til Þorgils að leita um sættir".
„Um morguninn eftir konr til Ketill prestur Þorláksson og
Guðnnurdur Olafsson og Páll prestur úr Langadal og Snorri
prestur undan Felli og Þórarinn Sveinsson. Voru þá sett grið og
komið á stefnu. Riðu þeir Flrafn þá ofan af fjallinu til fundarins.
Voru þeir tólf saman. Var þá talað unr sættir. Horfði það sein-
lega. Var Sturla allósáttfús, þóttist setið hafa fyrir mörgunr at-
Þrrurn, — „en þó nrun Þorgils ráða“. Þorgils var sáttfús, og þó
sattavandur. Kom svo, að Hrafn og Ásgrímur buðu dóm Þorgils
a niálum þeirra, en vildu halda sætt við Þorgils, þá er þeir sætt-
wst viS hann í Vatnsdal . . . Varð þessi sætt með þeinr, að gera
skyldi Snorri prestur frá Skarði og Snorri prestur undan Felli,
áll prestur úr Langadal, en af Hrafns hendi Þorkell prestur,
uðmundur Ólafsson, Þórarinn Sveinsson. Var nú lagður fundur