Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 76

Andvari - 01.01.1951, Page 76
72 Barði Guðmundsson ANDVARI það, hvað veldur þessu iyrirbæri. Af iornaldarkonungum þeim, sem Hróð-nöfn báru, voru þeir frændurnir Hróar Hálfdanarson og Hrólfur kraki langmestir fyrirferðar í sögnum og kvæðum. Urn Hrólf kraka segir Snorri Sturluson: „að hann var ágætastur fomkonunga, fyrst af rnildi, fræknleik og lítillæti". í Beowulfs- kvæðinu er Hróar hinn voldugi og ágæti Skjöldungakonungur. Verður nú ljóst, hversvegna nöfnin Hróar — Hroðgeir og Hrólf- ur einkenna Saurbæjarhreppana á landnámsöld. Orsökin er í því fólgin, að þar á slóðum liafa setzt að menn, sem varðveittu ævafornar ættarsagnir og höfðu Skjöldungakonungana í há- vegum. Þegar gaumur er gefinn að ætt Helgu í Saurbæ, má bein- línis þreifa á þessu. Ætt hennar er rakin til Skjöldungakonungs- ins Ingjalds Fróðasonar. Bróðir Helgu, Hróllur í Gnúpufelli, er Helgason eins og nafni hans, Hrólfur kraki. Synir Hrólfs bera sömu nöfn eins og Ingjaldur konungur og Böðvar hjarki höfuð- hetja Hrólfs kraka. Þriðji bróðirinn hét Valþjófur, og er það nafn hliðstætt kvenheitinu Wealþeow, en þannig nefnist drottn- ing Hróars konungs í Bcowulfskvæðinu. Samkvæmt Danasögu Saxos hét systir Flrólfs kraka, en kona Böðvars bjarka, Ruta. Hefur Axel Olrik bent á það, að hér ræði um afbökun á kven- mannsheitinu Hrút. Hliðstæða þess er karlmannsnafnið Hrútur. Á íslandi finnst það aðeins í ættgrein, sem runnin er frá Þuríði föðursystur I lelgu í Saurbæ og Flrólfs í Gnúpufelli. Flrólfur Helgason í Gnúpufelli átti eina dóttur. Hún bjó í Hleiðrargarði í Saurbæjarhreppi. Tveir hæir bera þetta heiti á íslandi. Hinn er í landnámi Una hins danska, föður Hróars Tungugoða. Faðir Una, sem telst vera ættaður frá Svíþjóð, á að hafa átt jarðir á Sjálandi. Þegar þess svo er jafnframt gætt, að þeir þrír menn aðrir en Hróar Tungugoði, sem bera nafnið Hróar í Landnámabók, birtast þar allir í sagnatengslum við Skjöldunga- ættina, má glöggt greina, hvaðan hið íslenzka Hróarsnafn se runnið. Og sama máli gegnir urn bæjarheitið: Hleiðrargarð. Þannig nefndu íslendingar jafnan hina frægu Hleiðm Skjöld-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.