Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 78

Andvari - 01.01.1951, Page 78
74 Barði Guðmundsson ANDVARI í sameign hinna heiðnu söfnuða og meðlimir þeirra til skiptis annazt hið opinbera helgihald. Þess er því ekki að vænta, að finna minjar urn norska goða- eða gyðjustétt. I heiðni eru dísarnöfn algeng á íslandi, og þau finnast einnig í Eddukvæðum, en í Noregi verður þeirra næstum ekki vart fyrr en á 14. öld, nema í ættum þeirra, sem fluttu út til íslands. Lind telur upp 15 dísamöfn með mismunandi forliðum, sem íslenzkar konur bám í heiðni, en fjögur á norskum konum, og em þau dæmi miklu yngri. Auk þess eru hin norsku dísarheiti af hverri tegund svo fá, að telja má óvíst, hvort þessi nafnaflokkur hafi verulega fest rætur í Noregi á miðöldunum. Dísarnafnafæð Noregs samanborin við dísarnafnafjölda íslands er mikilvægt menningarsögulegt atriði. Það er engin hending, að blótgyðjan Freyja bar einnig heitið Vanadís. Orðin dís og gyðja tákna hvorttveggja í senn guðlegar kvenverur og kven- presta. í þeim ættum, sem kynslóð eftir kynslóð önnuðust hinar opinberu helgiathafnir, hefur starfsheitið dís smám saman orðið að skímarheiti með hinum margvíslegustu forliðum, svo sem raun ber vimi um á íslandi að fomu. Það eru slíkar dísaættir, sem sett hafa hinn sérkennilega svip á þá hreppa, sem Saurbæi höfðu. Einnig kemur í ljós, að dísanöfnin frá landnámsöld falla mjög oft á hreppa með Hof-bæjum. Þetta er ofur eðlilegt. Hof- bæir og Saurbæir eru fornir helgistaðir. Miðað við hina einstöku bæjarnafnaflokka á íslandi eru hlutfallslega flestar kirkjur reistar á Hof-bæjum og Saurbæjum. Næstir í röðinni koma Fell-bæimir og fer það að vonum, því í heiðni höfðu rnenn átrúnað á felluin, svo sem sagnir og örnefni sýna. Samt eru þó kirkjur Saurbæj- anna hlutfallslega helmingi fleiri en Fell-bæjanna. Svo sem áður var getið, er eitt af höfuðeinkennum Saurbæja- hreppanna hinn mikli kvennastaðafjöldi þeirra. Það er sama, hvort miðað er við bæjatalið í manntalsskýrslunum frá 1703 eða jarða- talið frá 1847, útkoman verður nálega hin sama. Þegar svo litið er á þá Saurbæjarhreppa, sem höfðu dísir samkvæmt fyrmefndu dísatali, kemur í ljós, að þar er fjórði hver „staðir“-bær kenndur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.