Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 83

Andvari - 01.01.1951, Side 83
ANDVARI Þjóðin er eldri en íslandsbyggð 79 það voru bundin sérstök réttindi, en í íslenzkri löggjöf féll það niður, svo sem vænta mátti, þar sem jafnrétti gilti meðal þjóð- félagsþegnanna. Höfðingjatitillinn hersir var heldur aldrei notaður á Islandi. Hefir það einnig sína augljósu og eðlilegu orsök. I Landnámabók, sem greinir frá um 400 landnámsmönnum, er aldrei talað um goða meðal forfeðra þeirra og aldrei um hersa rneðal landnámsmannanna sjálfra eða niðja þeirra. Af þessu má ráða, að goðanafnið hefir komið í stað hersistitilsins, eða með öðr- um orðum sagt, útrýmt honum hjá Hálfdönunum, sem ísland byggðu. Slík umbylting hjá þjóðstofni hefir vitanlega sína þró- unarsögu. Koma nú dísamöfn Saurbæjamenningarinnar og HyndluljóÖ til hjálp ar við skýringu þessa fyrirbæris. Óttar hinn heimski, sonarsonur Hlédísar gyðju, mætir okkur í Hyndluljóðum sem fulltrúi Hálfdananna. „Æ trúði Óttar á asynjur", segir í kvæðinu. Svínagyðjan Freyja með sinn gull- hyrsta Hildisvína er hans átrúnaðargoð. Fyrir hana reisir hann Lörg. En tímarnir breytast og mennimir með. í umróti Víkinga- aldarinnar þokar hinn stóri sterki Þór með hamarinn Mjölni Freyju smátt og smátt til hliðar í trúarlífi forfeÖranna. Um það tera nafngiftir þessa tíma traust vitni. Meira að segja verÖur nú Lór langtíðasti forliðurinn í dísanöfnum á íslandi. Karlmenn hersaættanna, sem fyrmm höfðu haft hina veröslegu forystu þjóð- stofnsins á hendi, ef svo mætti segja, taka nú einnig að miklu leyti við framkvæmd liinna opinberu helgiathafna af gyðjun- um. Um leið breytist tignarheitið hersir í goði. Þessi umbylting ^efir aðallega átt sér stað á þeirn mannsöldrunr, þegar ísland byggðist, fyrír og um aldamótin 900. Aldur Hyndluljóða er mjög umdeildur og verður varla ákveð- irm me§ neinni vissu. Flitt er víst, að efni kvæðisins er ævafornt. aknræn í því sambandi er frásögnin af geltinum Flildisvína, sem vergar tveir smíðuÖu fyrir Freyju. Af Beowulfskvæðinu má sjá, urn hvers konar gölt er að ræða. Skáldið segir, að vopnasmiðir hafi yrrum búið hjálma 'villisvínamyndum, svo að þeir þyldu bæði sveiðshögg og eld. Eiga svínamyndir þessar að hafa verið gullnar 6

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.