Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 93

Andvari - 01.01.1951, Page 93
ANDVARI Mannrétindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 89 8. grein. Nú sætir einhver maður meðferð, er brýtur í bága við grund- vallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá og lögum, og skal hann þá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til þess að fá hlut sinn réttan. 9. grein. Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fang- elsi eða varðhald né gera útlæga. 10. grein. Nú leikur vafi á urn réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðurn og óhlutdrægum dómstóli. 11. grein. 1) Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vörn sakbomings. 2) Engan skal telja sekan til refsingar, nema verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, varði refsingu að landslög- urn eða þjóðarétti á þeirn tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dæma hann til þyngri refsingar en þeirrar, sem að lögum var leyfð, þegar verknaðririnn var framinn. 12. grein. Eigi má eftir geðþótta raska heimilisfriði nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eða bréf, vanvirða hann eða spilla mann- orði hans. Ber hverjum manni lagavemd gagnvart slíkum afskipt- um eða árásum. 13. grein. 1) Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landa- mæra hvers ríkis.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.