Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 94

Andvari - 01.01.1951, Side 94
90 Mannrctindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna ANDVAIU 2) Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. 14. grein. 1) Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands er- lendis gegn ofsóknum. 2) Enginn má þó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er með réttu fyrir ópólitísk afbrot eða atferli, er brýtur í bága við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna. 15. grein. 1) Allir menn hafa rétt til ríkisfangs. 2) Engan mann má eftir geðþótta svipta ríkisfangi né rétti til þess að skipta um ríkisfang. 1) Konum og körlum, sem hafa aldur til þess að lögum, skal heimilt að stofna til hjúskapar og fjölskyldu, án tillits til kyn- þáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Þau skulu njóta jafnréttis um stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónabandinu. 2) Eigi má hjúskap binda, nema bæði hjónaefni samþykki fúsum vilja. 3) Fjölskyldan er í eðli sínu frumeining þjóðfélagsins, og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hana. 17. grein. 1) Hverjum manni skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra. 2) Engan má eftir geðþótta svipta eign sinni. 18. grein. Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. 1 þessu felst frjálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.