Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 95

Andvari - 01.01.1951, Side 95
ANDVARI Mannrétindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 91 eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, til- beiðslu, guðsþjónustum og belgihaldi. 19. grein. Hver maður skal frjáls skoðana sinna og þess að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með bverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra. 20. grein. 1) Hverjum manni skal frjálst að eiga þátt í friðsamlegum fundahöldum og félagsskap. 2) Engan mann má neyða til að vera í félagi. 21. grein. 1) Hverjum manni er heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa frjálsum kosn- ingum. 2) Hver maður á jafnan rétt til þess að gegna opinberum störfum í landi sínu. 3) Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkis- stjómar. Skal hann látinn í Ijós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjálsræði. 22. grein. Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða al- þjóðasamtaka og í samræmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, félagsleg- um og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauðsynleg dl þess að virðing hans og þroski fái notið sín. 23. grein. 1) Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum °g hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.