Andvari - 01.01.1926, Síða 15
Andvari
1930
13
virðist vera tömust, að slá vandlegri íhugun á frest,
framkvæma svo í flaustri og hugsa og dæma eftir á.
Mér finst það skylda þeirra, sem um þetta mál hafa
hugsað, að koma fram með tillögur sínar í tíma, svo að
þeir, sem framkvæmdin verður falin, geti haft hliðsjón
af þeim. Hér má enginn barnalegur metnaður um frum-
kvæðið eiga sér stað, heldur skal hafa holl ráð, hvaðan
sem þau koma. En mest ríður á því að gera sér ljóst,
að hvaða markmiði skal stefnt með þessari þjóðhátíð.
Þegar markmiðið er orðið öllum ljóst, þá verður auð-
veldara að meta tillögur um einstök atriði hátíðahaldsins,
velja og hafna, eftir því hvernig tillagan kemur heim við
markmiðið, sem stefnt er að.
Með þessum formála skal eg leyfa mér að koma fram
með hið hefzta, er mér hefir hugkvæmst um þetta mál,
ef vera mætti að það gæti orðið til þess að gera hug-
myndir almennings um það Ijósari en áður.
Þjóðhátíðin 1930 á að verða dómsdagur þjóðar vorr-
ar. Að því markmiði eigum vér að stefna viljandi og
vísvitandi, og það því fremur sem árið 1930 verður dóms-
dagur vor, hvort sem vér viljum það eða ekki.
Hvernig sem vér förum að, þá verður þjóðhátíðin
dómsdagur í þeim skilningi, að fulltrúar margra þjóða
koma þá hingað, boðnir og óboðnir, athuga alt vort far
og dæma sína dóma. Hjá því komumst vér ekki. Og þó
að vér eigum ekki fyrst og fremst að hugsa um það,
hvað vér erum í augum annara þjóða, þá væri það fá-
víslegt að gera lítið úr því atriði. En þúsund ára hátíð
löggjafarþings vors og ríkis á fyrst og fremst að vera
dómsdagur, sem vér höldum sjálfir yfir sjálfum oss, vér
eigum að hafa hana til þess að prófa sjálfa oss í öllum
efnum, gera oss og þar með öðrum ljóst, hvað þjóð vor
hefir verið á umliðnum þúsund árum, hvað hún er nú