Andvari - 01.01.1926, Síða 18
16
1930
Andvari
þeir hafa fyrir sfafni, er unnið í landinu. Þeir ættu að
líkindum ekki fremur skilið að vera fulltrúar allra ann-
ara, er þetta verk vinna þar, en menn, sem teknir væri
af handahófi úr hópi allra þeirra, er einhvern tíma fara
í eina bröndótta, ættu skilið að vera fulltrúar íslenzkra
glímumanna. Samkvæmt þessu ætti hin nýja Islands-
mynd að sýna hið bezta, sem til er í landinu í hverri
grein, hún ætti að sýna met íslendinga 1930 í öllum
efnum, sem á mynd má taka. Hún ætti t. d. að sýna
vinnubrögð við sem flest þau verk, sem unnin eru í
landinu, smá og stór, unnin af beztu verkamönnum, sem
völ er á hér. Það gæti t. d. orðið með þeim hætti, að
ungmennafélögin um land alt tækju að sér, hvert í sínu
héraði, að grenslast eftir beztu verkamönnum í hverri
grein, láta þá keppa heima fyrir og benda síðan á full-
trúa, einn eða fleiri, fyrir hverja sýslu í hverju verki
fyrir sig. Af þeim yrðu síðan valdir hinir beztu til að
taka kvikmynd af. Ætti ekki að vera meiri vandi að
finna fulltrúa fyrir verkamenn, heldur en fyrir íþrótta-
menn. Til að sýna þau vinnubrögð, er fara fram á skip-
um úti, ætti að velja fyrirmyndarskip í hverri tegund:
togara, önnur eimskip, seglskip, hreyfilbát, róðrarbát, og
manna svo vel til þeirrar ferðar, sem kostur væri á.
Með líkum hætti ætti að taka kvikmynd af þeim íþrótt-
um, er hér tíðkast.
En jafnframt því sem tekin væri kvikmynd af lífi Is-
lendinga eins og það er nú þar sem það stendur hæst,
mundi mega útbúa og taka kvikmynd af ýmsu því, sem
nú er óðum að hverfa eða er þegar horfið, en hefir þó
verið merkilegur þáttur í lífi þjóðarinnar á liðnum öld-
um, svo sem sveitabúskap í fornum stíl með fráfærum,
rjómatrogum, skyrkeröldum og öllum búverkum, grasa-
ferðum á fjall, eða lífinu í verinu, með sjóbúðum o. s.