Andvari - 01.01.1926, Page 34
32
Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum
Andvari
^kólinn. Effir þriggja ára nám í honum, eða nálægt 10
ára aldri, fara sumir nemendur, og einkum allir, sem
hyggja á stúdentspróf, í 6 ára gagnfræðaskóla. Eftir 5
ára veru í honum komast þeir' í lærðu skólana, sem eru
með tvennu móti, mentaskólar (með gagnfræðum) eða
latínuskólar (með latínu (og grísku)). 1 þeim er náms-
tíminn 4 ár. — Þeir, sem ljúka stúdentsprófi, hafa þá
haft 5 ára undirbúningsnám undir hina æðri skóla, eða
samtals 5 + 4 ára = 9 ára nám eftir barnaskóla, þegar
að lokaprófinu kemur. Er það ólík aðstaða eða hjer.
Fari menn ekki í hina æðri skóla, ljúka þeir gagnfræða-
prófi eftir 1 ár, eða 5 + 1 ári eftir barnaskóia. Verður
þá skólagangan þar frá upphafi samtals 9 ár. Sama
marki má ná með 6 ára barnaskóla og 4 ára bæjar-
skóla (kommunal mellanskola) og verður þá námstíminn
alls 10 ár. Samhliða gagnfræðaskólum eru að jafnaði
kvennaskólarnir, en hafa margir lengri skólagöngu,
stundum alla leið til stúdentsprófs. Hafa stúlkurnar þá
oftast fleiri ára nám að baki en drengirnir, þegar að
stúdentsprófi er komið.
Allir þeir nemendur, sem síðar eiga að leggja fyrir
sig verslun, iðnað, búskap eða því um líkt, skulu eftir
6 ára barnaskólanám vera í 2 ára framhaldsskóla. Síðan
getur tekið við 1—2 ára lærlingaskóli (lárlingsskola) og
því næst ýmsir aðrir skólar, svo sem verkstjóraskóli (yrkes-
skola, 1 ár), verslunarnámsskeið (1 ár), hússtjórnarskóli
(1 ár), landbúnaðarskóli (1 ár), iðnskóli (2 ár), iðnfræða-
skóli (3 ár) eða verslunarfræðaskóli (2 ár).
Sumum þessara skóla skal nú lýst nokkru nánar.
í gagnfræðaskóla er kensluskráin á þessa leið (og tel
jeg í einu lagi 5 fyrstu bekkina, sem eru undirbúningur
undir æðri skólana, en sjer í lagi viðbótarbekkinn, sem
lýkur í gagnfræðaprófi): Kristinfr. 13 + 2 st., sænska