Andvari - 01.01.1926, Side 37
Andvari
Um skólafyrirkomulag í nokkrum löndum
35
undir próf í námsgrein, sem hann hefur ekki haft til
prófsins, svo og í námsgrein, sem hann vill bæta.
Próf eru ekki haldin í heyranda hljóði.
Árið 1918 var samþyktur sá hluti skólakerfisins, sem
fjallar um ungmennaskólana. Þeir eru ætlaðir því fólki,
sem leggur fyrir sig alls konar atvinnu í borg, í sveit
eða við sjó. Það er stórmerkileg tilraun til þess að bæta
almenna undirbúningsmentun og koma föstu skipulagi á
hana. Sumar af merkustu umbótunum munu þeir hafa
sótt að miklu eða öllu leyti til Þjóðverja, þótt margt sje
hins vegar vafalaust af innlendum rótum runnið.
Samkvæmt skólalögum þessum er komið á fót al-
mennum framhaldsskólum (fortsáttningsskolor) fyrir alla
þá, sem fá ekki framhaldsmentun á annan hátt (t. d.
fara ekki í gagnfræðaskóla). Fræðsluhjeruðum er gert
að skyldu að koma skólum þessum upp og nemöndum
að sækja þá. Gert er ráð fyrir, að fræðsluhjeruðin geti
oft haft þá í sambandi við barnaskólana. Kostnaðinum
við hvern þessara skóla skal skifta svo, að fræðsluhjer-
aðið leggur til húsnæðið og öll nauðsynleg áhöld, en
ríkið greiðir að öllu leyti kensluna. Kenslan skal vera
alls 360—540 kenslustundir, sem skiftast á 2 eða í hæsta
lagi 3 ár.
í skólum þessum, sem eru undirstaða allra skóla fyrir
hvers konar iðju sem er, iðnir og viðskifti, skal kenna
fyrst og fremst 3 ákveðnar námsgreinir, sem sje móður-
málið, þjóðfjelagsfræði og vinnufræði. Þó má, þegar svo
stendur á, að enginn er aðalatvinnuvegur þess fræðslu-
hjeraðs, sem að skólanum stendur, sleppa síðustu náms-
greininni að mestu, en auka þá hinar fyrri, t. d. leggja
meiri áherslu á það í þjóðfjelagsfræði, sem snertir heim-
ilishag og búreikninga; og fræða skal þá um sitt af
hverju um átthagana og störf manna, og atvinnuvegi