Andvari - 01.01.1926, Qupperneq 76
74
íslendingar mældir
Andvari
sje það talin vísindaleg skylda hverrar þjóðar, að gera
hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni, og jafnvel að
mæla fólkið með hæfilegum millibilum, t. d. á 50 ára
bili, því málin breytast nokkuð með tímanum. Þannig
hafa Norðurlandabúar hækkað stórum á síðustu öld, og
lítur helst út fyrir að þeir ætli að verða allra manna
hæstir. Þá er og höfuðlag og litarháttur undirorpin
nokkrum breytingum, ekki síst þar sem kynblöndun fer
fram og útlendingar flytja inn í landið. Þessar og því-
líkar breytingar geta gefið mikilsverðar leiðbeiningar um
það, hvort kynið sje að batna eða spillast, hvort lifnað-
aðhættir manna sjeu í rjettu lagi eða ekki, hvort börnin
nái eðlilegum þroska o. s. frv. Það má því láta mann-
fræðina í askana, ef rannsóknirnar eru hyggilega gerðar
og vel til þeirra vandað. Eitt dæmi þessa er t. d. að vita
um vöxt heilbrigðra barna, hve há og þung þau eru að
meðaltali á hverju aldursskeiði og hve miklu má muna,
til þess að óeðlilegt sje. Þegar gerðar hafa verið áreið-
anlegar töflur um þetta, geta allir læknar notað þær við
skólaskoðun og sjeð óðara, hvort börnin þroskast á eðli-
legan hátt eða ekki. Enn sem komið er eigum vjer
engar slíkar töflur um vöxt íslenskra barna.
Annar þáttur mannfræðinnar var upplag manna og
andlegu eiginlegleikarnir. Þeir eru eins breytilegir og
ytra gerfið og varða ekki minnu. Mikið vantar á, að
þetta sje enn rannsakað sem skyldi, og jafnvel rann-
sóknaraðferðirnar eru enn í bernsku. Sem dæmi þess,
hve mikið alvörumál hjer er um að ræða, má nefna
rannsóknir próf. Termanns á amerískum nýliðum í ófriðn-
um mikla. Hann fann að um 80°/o allra nýliða höfðu
ekki meiri andlegan þroska en gert er ráð fyrir á 13—
14 ára börnum, og ljet svo um mælt, að þessir menn
gætu aldrei gert sjer grein fyrir flóknum málum, stjórn-