Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 15

Vikan - 07.12.1967, Side 15
hreyfa legg eða lið. Að lokum varð þögnin óbærileg. Hún bað- aði hjálparvana út höndunum. — Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera ruddaleg, en mér fannst svívirðilegt hvernig þú fórst með Adrienne. Hversvegna léztu hana ekki vita að þú varst gift- ur? Það var eins og hann kæmi til baka úr mikilli fjarlægð og hún varð að endurtaka spurn- inguna. Hann sleppti hurðarhún- inum og kom hægt í áttina til hennar. — Það er Adrienne, sem ég þarf að biðja afsökunar. Enga aðra. Þetta kemur engum öðrum við en okkur tveimur. — Ég bað ekki um neina skýringu, sagði hún rólega. — Ég spurði þig, hversvegna þú hefðir ekki sagt Adrienne þetta. Grá augu hans mættu hennar. — Þú myndir ekki trúa því, en það er raunar einasta afbrotið sem ég hef á samvizkunni. Ég kom hingað í þeim eina tilgangi að segja Adrienne allt um Caro- line. Julie varð tortryggin á ný. — Er það ekki ótrúleg tilviljun? Er það ekki merkilegt, að þér skuli fyrst detta í hug að skýra frá því, þegar Adrienne hefur sjálf komizt að þessu með kon- una þína? — Það vissi ég ekki, fyrr en þá sagðir mér það sjálf rétt áðan. Hún fann augnaráð hans hvíla á sér, langaði til að trúa honum og hjálpa honum, en gat ekki losað sig við þá tilhugsun, að hann hefði dregið Adrienne á tálar. Hefði hann á þessari stundu beðið um hjálp hennar, beðið hana að skilja sig og hjálpa sér til að vinna Adrienne aftur, hefði hún neitað því ákveðið, en sú einfalda staðreynd að hann gerði enga tilraun til þess, hafði einmitt þau áhrif. Henni var mest í mun að fá að vita, hvers- vegna hann hefði árum saman látið fólk halda að hann væri ekkill. Slögin í borgundarhólms- klukkunni voru stikkorðið, sem með þurfti. — Adrienne hlýtur að fara að koma. Seztu og ég skal gefa þér í glas, meðan þú bíð- ur eftir henni. Martin lét fallast í hæginda- stólinn og tók á móti glasinu, sem hún rétti honum. Julie fitlaði við sitt og flutti það á milli handa. —Martin, sagði hún svo. — Hvað ætlarðu að gera, með tilliti til Adrienne? Hann leit upp úr þungum þönkum: — Ég ætla að biðja hana að giftast mér, svaraði hann rólega. Vonin ólgaði í Julie. — Þýðir það, að þú sért laus? — Ekki ennþá, en um þetta leyti á morgun er ég það. Hann dreypti á drykknum og kveikti sér í sígarettu. Um leið og hún fór hjá stólnum hans á göngu sinni • fram og aftur um gólfið, rétti hann út handlegginn og stöðvaði hana. — Meira ætla ég ekki að segja þér núna, Julie. Það er Adrienne, sem ég þarf að útskýra allt fyrir. Ég sé núna, að ég hefði átt að segja henni allt um Caroline fyrir löngu, en mér datt ekki í hug, að hún upp- götvaði þetta svona. Ég var svo heimskur að vilja sjálfur ráða stað og stund, en það er eins og allt annað hér í heimi, maður fær sjaidnast það, sem maður vill sjálfur. Það er alltaf einhver, sem þarf að leggja stein í götu manns. Nei, ég er ekki að hugsa um þig, Julie. Ég hugsa bara um Caroline. Hönd hans luktist um hennar. — Ég veit, að það var vinátta þín í garð Adrienne, sem knúði þig til að sökkva þér til botns í þessu dularfulla máli um mig og hjónaband mitt og Caro- line, og ég væri alveg til með að segja þér frá því öllu saman, en þú verður að skilja, að mín fyrsta skylda er að hrein þvo mig fyrir Adrienne. Ég bið þig að treýsta mér, Julie. Ég hef enga sönnun fyrir því, að þú get- ir gert það, en ég gef þér dreng- skaparorð um, að allt verður í lagi. Ég elska Adrienne og er harðákveðinn í að biðja hana að giftast mér, um leið og ég hef komið einhverju lagi á mín mál. Julie gat ekki gengið í ber- högg við hreinskilnina í rólegrum gráum augunum, en samt reyndi hún hvað hún gat. — Mér finnst þetta allt saman svo óskiljanlegt. En það er sennilega vegna þess, að ég er sjálf svo hamingjusam- lega gift, að ég get ekki skilið, hvernig kvæntur maður getur leyft sér að verða ástfanginn af konu, jafnvel þótt hún sé Adri- enne. — Þú talar um hamingjusamt hiónaband. Hiónaband okkar Caroline nálgaðist það aldrei. — Var enginn í þorpinu, sem vissi, að þú að konan þín var ennþá lifandi? — Bara Sophie March. Hún hefur þekkt mig alla ævi og hún hitti Caroline, áður en við gift- umst. En Sophie er lífsreynd gömul kona. Ég efast um, að hún hafi sagt dómaranum, manni sínum, frá því, hvað þá öðrum. Við Caroline bjuggum saman í þriú ár, en það var langt frá þvf að það væri áfallalaust. Skömmu eftir að Jamie fæddist, fór hún til Ameríku. Þetta er hreinn og skær sannleikur, Julie. — Fór hún frá sínu eigin barni? Rödd Julie var nánast vantrúarhvísl. — Hún gaf skít í bæði hann og mig. Og þegar hún loks ákvað að lifa sínu eigin lífi, vissi ég að það var tilgangslaust að reyna að hindra hana. Ég keypti húsið hér og hef látið Jamie alast upp í þeirri trú, að móðir hans hafi dáið meðan hann var kornbarn. Hann hefur látið sér það vel lynda og mér fannst bezt að láta aðra lifa í sömu trú. Hann hall- aði sér fram og hvíldi olnbog- ana á armhvílunum, en sleppti ekki hönd Julie. — Til að byrja með ímyndaði ég mér, að Caro- ]ine myndi koma aftur, taldi mér meira að segja trú um, að ég óskaði þess, en eftir því sem tíminn leið, rann það betur upp fyrir mér, að það, sem ég hafði haldið að væri ást, var aðeins blind ásthrifni. Ég er ekki að reyna að afsaka mig. Ég á allt skilið, sem ég hef orðið að þola, alveg þangað til Adrienne kom inn í líf mitt. Hann andvarpaði þunglega og tæmdi glasið sitt. — Nú, afganginn veiztu. Nú er bara um að gera að útskýra þetta fyrir Adrienne og biðja til guðs að hún trúi mér. — Ég Lengra komst Julie ekki, því síminn hringdi. Hún stökk á fætur og svaraði. — Það er til vill til þín. Frú Garstone virðist örvita yfir ein- hverju. Hann tók símann og rumdi geðvonzkulega. — Hvað er nú að? Svo stirnaði hann upp, og röddin varð óróleg. — Hvenær? Og þér hafið ekkert gert í því fyrr en núna? Nei, alls ekki. Ég hef aldrei gefið yður leyfi til að meðhöndla drenginn á þann hátt. Mér er skítsama, hvað þér ger- ið. Hann slengdi tólinu á sim- ann og sagði: — Þetta gamla nautheimska flagð lokaði Jamie inni í herberginu sínu í gær- kvöldi, og þegar hún kom þang- að upp í morgun, var það tóma. Hann starði ævareiður út um gluggann. — Hvers annars gat hún vænzt af barni með hans skapgerð? Guð má vita hvar hann er nú! — Ég hef ekki séð hann síðan í gærkvöldi. Ég hefði haldið, að hann kæmi beint til Adrienne. Það gerir hann alltaf, þegar eitt- hvað er að. Hún sá í hvaða bar- áttu maðurinn átti við sjálfan sig, þegar hann leit á úrið sitt aftur. Áhyggjurnar af syninum tókust á við örvæntingarfulla þörf hans til að tala við Adri- enne. Hann ákvað sig. — Ég verð að finna vesalings ónytjungsræf- ilinn. Ég vona, að hann sé ennþá innan sveitarinnar. Ég kem aft- ur um leið og ég hef náð í hann. Julie fylgdi honum út. — Ég skal segja Adrienne frá þessu. Reyndu garðhúsið fyrst, Martin. — Já ... En nefndu ekkert við Adrienne af því, sem ég hef sagt þér. Ég verð að fá að tala við hana fyrst, sjálfur. — Allt í lagi. Og .... Mar- tin.... Til hamingju .... í báð- um tilvikum. Hann þrýsti hönd hennar þakklátur, áður en hann hljóp yfir flötinn, í áttina að garðhús- inu. 14. kafli. Adrienne nam staðar á horn- inu á Hollyoak Lane og beygði sig til að setja hálsbandið á Bracken, áður en hún gengi niður eftir aðalgötunni í þorp- inu. Þegar hún reis upp, kom hún auga á glæsilegan bíl úti fyrir pósthúsinu. Há, ótrú- lega glæsileg kona í hvítri kápu, berhöfðuð með axlasítt, ljóst hár, steig inn í hann. Adrienne greip andann á lofti. Eitt and- artak sýndist henni hún sjá fagran vangasvip Caroline Wyndham, áður en konan settist undir stýrið og skellti á eftir sér hurðinni. Nei, hún hlaut að hafa misséð. Allt þetta með Martin gerði hana svo ruglaða. Mótor- inn var settur i gang og langur, lágur lúxussportfólksbíllinn hvarf niður eftir veginum með- fram ánni. — Hvað getur svona útstill- ingabrúða verið að gera hér f Crompton Abbey? Orðin voru svo nákvæmlega klippt út úr huga hennar, að Adrienne var fyrst í stað i vafa um, hvort hún hefði heyrt þau utan að eða innan að, þar til hún upp- götvaði dr. Spencer við hlið sér. — Við sulum bara vona, að hún hafi bara átt leið hér í gegn. Annars lendir einhver í vand- ræðum á leiðinni heim til kon- unnar sinnar. Og ef hún hefur spurt til vegar hjá gömlu kjaftatífunni í pósthúsinu, verð- ur erindi hennar til Crompton á hvers manns vörum í býtið i fyrramálið. — Sæll! Þú gerðir mér næst- um bylt við. Hvaðan kemur þú? Læknirinn tók kumpánlega í handlegginn á henni og ró hana með sér að bílnum. — Þú varst niðursokkin í eigin hugsanir, en þær voru víst eitthvað áþekkar mfnum, eftir svip þínum að dæma. Ég er fenginn að ég hitti þig, þvi mig langar til að biðja þig að gera mér greiða. Hann tók upp kveikjuláslykilinn. — Væri það að misnota sér vináttu Framhald ó bls. 93. VIKAN-JÓLABLAÐ 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.