Vikan


Vikan - 07.12.1967, Page 23

Vikan - 07.12.1967, Page 23
„Fyndni og djörfung í skák cru cigindir, sem eiga viö mig.“ Gunnar og kona hans, frú Franzisca, í stofunni heima á Dyngjuvegi 8. RÆTT VIÐ GUNNAR GUNNARSSON RITHÖFUND Texti: Dagur Þorleifsson Myndir: Kristján Magnússon — ÞaS er örðugt. En frá því ég man eftir hef ég haft gaman af málum. Var farinn að lesa dönsku og önnur Norðurlandamál áður en ég fór að heiman. Tókst meira að segja að stauta mig fram úr józku. Þá las ég og Guðdómlegu kómedíuna hans Dantes á sænsku fyrir þann tíð. Annars reyndi ég ekki sízt, með stöðugum lestri fornbók- mennta að halda íslenzkunni við. Og svo komu til okkar landar öðru hvoru. Raunar hafði ég takmarkaðan tíma til að umgangast fólk. Til þess að hafa í sig og á dugði ekki minna en skila bók á hverju hausti. — Hvernig fannst þér að skipta um mál og fara að skrifa á íslenzku? — Þess mun gæta að ég hef dvalið aldar- þriðjung utan landhelgi íslenzks máls, og finnast, að ófáar af sögum mínum eru skrif- aðar á danska tungu. Annars var ég byrj- aður á Heiðaharmi ytra. Heima mættu okk- ur ýmsir óvæntir erfiðleikar annarrar teg- úndar. Við ientum í stríðsverðbólgunni þeg- ar við vorum að byggja á Skriðuklaustri; auk þess tók fyrir tekjurnar að utan, nema frá Englandi og Ameríku; en Klaustur er bærileg bújörð, og þetta slampaðist. Á ég það ekki hvað sízt konu minni að þakka, sem með eindæma dugnaði réðist í þetta. En við mundum ekki hafa treyst okkur til að flytja heim þá, hefði okkur grunað að styrjöld væri á næstu grösum. Að láta vopn skipta í deilum manna er sú fádæma heimska, að það er aldrei hægt að búast við styrjöld fyrr en hún er skollin á. Samt virðist ekkert lát ætla að verða á þessum ósköpum. Það sem þá gerðist, er að gerast og yfir vofir minnir allra helzt á tröllasögu framan úr heiðni. — Fannst þér 'ekki erfitt að vera bóndi, jafnframt rithöfundarhlutverkinu? — Nú ég varð allan minn búskap að greiða opinber gjöld, svo þetta hlýtur að hafa borið sig. Enda er Klaustur það góð jörð, að það þarf meira en meðalskussa — eins og til dæmis ríkið — til að geta ekki látið búrekstur þar skila arði. — Hverja af bókum þínum þótti þér skemmtilegast að skrifa? — Ég hef aldrei átt við bók sem mér hefur leiðst. Þegar byrjað er á nýrri bók, er að- al örðugleikinn sá að gleyma öllu því, sem á undan er gengið. Það gat gengið misjafn- lega vel. Ströndin var til dæmis í deigl- unni veturinn 1914—1915. Ég sat yfir sög- unni frá kvöldi til morguns. Við höfðum eignast fyrsta barnið svo að á daginn var dálítið ónæðissamt. Og þegar ég var búinn með bókina, brenndi ég öllu saman, nema broti úr kafla, Endurski'ifaði svo söguna um sumarið, og þá flaut ein lína af vetrarverk- inu með. Á dönskunni kallaði ég söguna upphaflega Dödens Strand. Það nafn líkaði Gyldendal ekki. Peter Nansen stakk upp á heitinu Livets Strand. Það væri nákvæm- lega það sama — og á það hlaut ég að fall- ast. í dálítið svipaðri baráttu átti ég með sögu, sem hlaut heitið Sælir eru einfaldir. Hún varð til suður í Rapallo á Ítalíu. Þangað ferðuðumst við hjónin með syni okkar tvo, þann yngri í körfu, hálfs annars mánaðar gamlan, gegnum þá hörmung, sem Evrópa var eftir fyrra stríðið. Var kominn fram í miðja bók þegar ég venti mínu kvæði í kross. Menn vita ekki alltént hvað þeir að- hafast, eða svo var úm mig langt fram eftir aldri. Enda skiptir meira máli að menn vitkist áður en yfir lýkur. Er ekki þessi tækniofþróaði heimur okkar orðinn að ein- um allsherjar vitlausraspítala? Mætti segja mér að mesta nútímaskáldrit sé og verði um stund Völuspá! Þetta er sagt af hógværri alvöru, æðru- laust. — Samtalið hefur tekið nokkuð aðra stefnu en ég hafði búizt við í fyrstu. Ég hafði kvatt dyra á húsi eins hinna fræg- ustu íslendinga, sem nú eru uppi, og gert ósjálfrátt ráð fyrir fremur formlegum við- ræðum, jafnvel aðeins undirbúningi að við- tali. En hlýlegur og yfirlætislaus alúðleiki húsbóndans hefur á svipstundu rutt úr vegi þessum ímynduðu hindrunum, og við töl- umst við skipulagslítið eins og andinn inn- gefur okkur jafnframt því sem við nörtum í smörribrauð með frábærum osti og laxi, sem frú Franzisca hefur tilreitt fyrir okkur. Kannski er þetta stórmannlega hæglæti ein- kenni sannra risa; það eru aðeins dvergarnir sem þurfa á því að halda að brynja sig og öskra. — Þú ert heldur svartsýnn á tilveruna? — Það hef ég nú verið talinn allt frá því að ég skrifaði Ströndina, og meðan ástandið í heiminum er þannig, að bræður bei’jast og að bönum verðast, finnst mér fátt af því lofsvert, sem orðið hefur ofan á í veröldinni. Samt tel ég mig ekki svart- sýnismann, frekar hið gagnstæða. Ég er jafnvel svo gjarn á að treysta sigri skyn- seminnar, að ég er ekki alveg viss um að ragnarök séu yfirvofandi, og það kalla ég fádæma bjartsýni. Framhald á bls. 41. „Frelsun mannkynsins cr því sjálfu í liendur iögB ... „ ... og liveruig er um brjóst- lieilindin?" „Hinsvegar er ég ekki óhræddur um aö íslenzkan eigi örðuga tima i vændum." „Að vísu cr vín víst aðallega fyr- ir gamalt fólk.“ VIKAN-JÓLABLAÐ 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.