Vikan


Vikan - 07.12.1967, Page 26

Vikan - 07.12.1967, Page 26
ÞEGAR VIÐ FLÚÐUM ÚR BORGARASTYRJÖLDINNI Á SPÁNI var yfir sjötugt sem kvaðst aldrei hafa farið út ein og aldrei í strætisvagn komið. Stúlk- urnar voru í rauninni lokaðar inni. Oftast er það þannig að fjölskyldurnar koma sér saman um að þetta unga par skuli ganga í hjónaband, og þá er stúlkan venju- lega 13—14 ára gömul. Eftir það hefur yngis- sveinninn rétt til að heimsækja stúlkuna sína á hverju fimmtudagskvöldi, og gár- ungarnir segja, að þeim kvöldum eyði hann í að spila domínó við tilvonandi tengdamóður sína, en stúlkukindin situr út í horni. Þau mega aldrei vera tvö ein og hafa sama og ekkert talazt við, þegar þau eru svo vígð saman 4—5 árum seinna. Þá tíðkuðust nokkurs konar brúðarsýning- ar í ýmsum bæjum á Spáni. í Barcelona var gata sem kölluð var Paseo de Gratia. Hún var með breiðum gangstéttum meðfram húsunum, síðan komu akbrautir, en í miðj- unni göngupláss, og var þar plantað trjám og því skuggsælt. Eftir þessari miðgangstétt komu svo ungar stúlkur prúðbúnar milli kl. 5 og 7 á kvöldin ásamt eftirlitskonum sín- um (sem kallast caperone). Þarna ganga þær fram og aftur að sýna sig og sjá aðra, aðal- tega unga pilta. Ef einhver hinna ungu manna sem þama eru staddir kemur auga á stúlku sem honum lízt vel á þá snýr hann sér til miðlara sem aftur kemur að máli við ætt- ingja stúlkunnar, og gert er út um málið formlega án þess að hlutaðeigendur kynnist neitt. — Þetta er nú ekki tiltakanlega mikil róm- antík. — Ég get sagt þér eina sögu þessu við- komandi. Góður vinur minn spænskur sendi mér kort og skýrði frá því að hann ætlaði að fara að kvænast. Ég var þá staddur heima á íslandi og sendi honum heillaskeyti. Dag- 26 VIKAN-JÓLABLAÐ inn sem við hjónin komum til baka til Barce- lóna, líklega viku seinna eða svo, komu ungu hjónin til okkar og buðu okkur út með sér um kvöldið. Við fórum með þeim og snædd- um á góðum veitingastað. Þótti okkur ánægjulegt að kynnast hinni ungu konu mannsins. Um kl. 12 vildu þau svo fá okkur með í bíó, en við vorum heldur þreytt og báðumst undan því. Þegar við hittum þau seinna sagði hann mér að þetta hefði verið brúðkaupsdagurinn þeirra. Þau urðu að fresta brúðkaupinu vegna veikinda í ætt hennar, og þetta fyrsta kvöld voru þau svo feimin að þau ákváðu að bjóða okkur út með sér svo að þau þyrftu ekki að vera ein saman. Þetta var ungur maður, 25—26 ára gamall, og þau höfðu verið trúlofuð í 5 ár. — Segðu mér eitthvað um Serenade. — Serenade er mikið að leggjast niður. Stúdentar áttu það til að koma með nokkra félaga sína og syngja og spila á gítar. En þeir eru allir í felum nema pilturinn sem stúlkuna á, og þá þykir tilhlýðilegt að stúlkan láti í ljós að hún viti að hann er að syngja ástarljóð til hennar, og launar hún sönginn með einni rós. — Er þetta eftir að þau eru trúlofuð? — Þetta má aldrei gera fyrr en eftir að þau eru trúlofuð. Annað væri gróf ókurteisi. Það er ekki tilhlýðilegt að leita eftir ástum stúlku nema með leyfi foreldranna. Þegar daman fleygir til hans rósinni kemur hún út á svalirnar sem sjálfsagt þykir að hafa á hverju húsi á Spáni, en undir öðrum kring- umstæðum fær hún ekki að fara út á svalir. Á fátæklegum sveitabæjum eru hins vegar engar svalir. En þá er útbúið eins konar gægjugat í svo sem seilingarhæð á hurðinni og í gegnum það tala þá hjónaleysin saman. Sú litla verður þá að standa uppi á stól. Ef Avenida Pablo Casals nr. 4. Helgi P. Briem bjó á 8. hæð í miðhúsinu. ^ Barcelona, Júlí 1936. Verkamenn í biðröðum við almenningsvagna, er eiga að flytja þá á vígstöðvarnar. Bifreið Helga P. Briem er merkt: Cuerpo Diploma- tico til að benda á að hann sé í erlendu sendiráði. Ilin bifreiðin er eign M. Barbanell ritstjóra og merkt að hann sé brezkur þegn. £ Barcelona í júlí 1936. Verkamcnn á verði fyrir fram- an stórverzlun. <^y föðurnum líkar ekki tilstandið eða finnst þau hafa krunkað saman nógu lengi þá er sagt að hann kippi stólnum undan henni. Á annan jóladag þykir sjálfsagt að allir trúlofaðir menn bjóði kærustunum í leikhús. Kaupir hann þá átta sæti í stúku og allir sem vilja úr fjölskyldu stúlkunnar geta kom- ið með . í einu tilfelli vissi ég til að fjöl- skyldan var svo leiklistarsinnuð að 26 manns mættu. En við slíku má búast og þykir sjálf- sagt að þjónar komi með aukasæti í stúkuna og á ganginn fyrir utan ef ekki vill betur til án þess að krefjast nokkurs aukagjalds. Yfirleitt held ég að hjónabönd séu farsæl á Spáni þrátt fyrir ýmsa siði sem líta kyn- lega út í okkar augum. Er þetta ekki nóg um rómantíkina? — Jú, það held ég. Segðu mér eitthvað frá Katalóníu sérstaklega? Er mikill munur ó henni og Spáni? — Barcelona er höfuðborg Katalóníu. Á Spáni er mjög mikil hreppapólitík. Lendið er fjalllent meðfram ströndum, sumir fjallgarð- arnir svo háir að þar eru jöklar, t. d. Sierra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.