Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 29
hafði komið heim í Urðir. Var nú komið versta veður, grenjandi norðanstórhríð með miklu frosti og sá lítt til bæja og hvergi til kennileita. Hánefsstaðir eru næsti bær fyrir utan prestssetr- ið Velli í austanverðum dalnum og utarlega, og þurftum við því að fara yfir flatlendi dalsins, þar sem fátt er til glöggvunar. Tóku fylgdar- menn mínir það ráð að fylgja slmanum. Fikruð- um við okkur áfram milli stauranna alla leið- ina heim að Völlum, en þar var símstöð. Höfð- um við stórhríðina í fangið alla leiðina. Á Völlum bjuggu séra Stefán Kristinsson og frú Sólveig Pétursdóttir. Þegar ég og fylgdar- menn mínir komum fannbarin að Völlum, stóð séra Stefán frammi í dyrum og fagnaði okkur ákaft. Lét hann mig koma inn sem snöggvast, eins og ég var nú til reika, gaf mér hressingu og sagði mér þau tíðindi, að frú Sólveig hefði þá um daginn meitt sig alvarlega á fæti, en hefði þó eigi að síður látið flytja sig út í Há- nefsstaði til þess að hjálpa sængurkonunni, en auk þess væri búið að hringja eftir Sigurjóni lækni. Var þetta heldur en ekki manndómslegt bragð af frú Sólveigu, þó ekki væri það nema það sem hennar var von og vísa. Allir vissu hvílíkur skörungur og fullhugi sú kona var. Ég dreif mig nú út í Hánefsstaði, og hafði þar geng- ið mikið á. Barnið var fætt, en fæðingin hafði verið erfið. Hafði frú Sólveig tekið á móti barn- inu og farizt það vel, eins og hún var þó á sig komin. Ég leysti hana nú af hólmi, og var hún flutt aftur að Völlum. Skömmu eftir að ég hafði lokið af mínum nauðsynlegustu störfum, kom læknirinn. Þurfti hann lítið að gera á Hánefs- stöðum, en fór suður í Velli og gisti þar. Kom í Ijós að frú Sólveig var fótbrotin, svo að ekki fór læknirinn erindisleysu. Þannig leið þessi jóla- nótt, og hafði drengurinn sem fæddist á Hánefs- tsöðum haft jólafriðinn af ekki fáum manneskj- um. En þetta ferðalag er mér svo minnisstætt vegna alls þess sem gekk á, og aldrei man ég eftir að hafa séð annan eins snjó og í þetta skipti, slétt af öllu, svo að ekki sá stein eða girðingarstaur upp úr kafinu." LÍFIÐ FÁTT MÉR LJÆR í HAG . . . Ungu fólki leiðist barlómurinn f eldri kynslóð- inni. Það ypptir öxlum, þegar gamla fólkið seg- ir frá því, hversu fátæktin hafi verið sár, fæðið naumt skammtað og húsakynnin hrörleg. En skyldi ekki vera þar um að ræða hina venju- legu tortryggni, sem oft ríkir milli kynslóða? Skyldi ekki ungt fólk verða undrandi, þegar það les eftirfarandi frásögn Bjargar Magnúsdóttur, sem var Ijósmóðir í Fellsstrandarhreppi 1910— 1951: ,,Bærinn var portbyggður, 9 álna langur og tæpra 5 álna breiður. Á baðstofulofti bjó hús- bóndinn með fjölskyldu sinni, konu og sex börn- um á aldrinum 5 ára til tvítugs, og voru þau öll heima, er þetta gerðist. Undir loftinu í suð- urenda bæjarins var dálítið stofuhús, en í norð- urenda vor ofurlítið herbergi, sem ég hafði aldr- ei séð fyrr, og þar bjuggu húshjónin. Ofurlítill VIKAN-JÓLABLAÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.