Vikan


Vikan - 07.12.1967, Qupperneq 43

Vikan - 07.12.1967, Qupperneq 43
úr um hvor betur endist, upp- haflega gerðin eða sú betrum- bætta. — Ertu ekki oft í miklum vafa um, hverju á að breyta og hverju ekki? — Sé maður í vafa, hreyfir maður ekki við neinu. — Hafa danskir rithöfundar ekki haft mikil áhrif á þig? — Ekki að ráði — það ég til veit. Ég fór snemma eigin leið- ir. Efni mitt enda annað en þeirra. En auðvitað kynntist ég dönskum rithöfundum allvel og ýmsir þeirra urðu góðir vinir mínir. Við Johannes V. Jensen fengum með okkur ýmsa ágæta menn eins og Tom Kristensen, Ludvig Holstein og Thöger Lar- sen, og þýddum þó nokkrar íslendingasögur á dönsku. Jen- sen þýddi Eglu, Holstein Njálu, ég Grettlu o.s.frv. Myndskreyt- ingarnar annaðist Johannes Larsen, fágætur og ágætur maður. Hann var tvö sumur hér heima og teiknaði sögustaðina, og tel ég þær myndir einhverj- ar þær beztu, sem af þeim stöð- um hafa verið gerðar. Ég reyndi talsvert til að fá íslenzk yfir- völd til að sýna Larsen einhvern sóma, en það vildi ekki takast, og ég get ef til vill sjálfum mér um kennt, að fara ekki beinustu leið. En það hefði þó mátt bjóða honum að halda hér sýningu. Mér finnst sárgræti- legt að fslendingar skuli ekki hafa eignast myndir hans, eink- um þar sem þær — að því er ég bezt veit — voru okkur ætl- aðar. Nú er það ef til vill um seinan. — Áttirðu ekki stöðugu gengi að fagna meðal Dana, eftir að Borgarættin kom út? — Nei, svo einfalt var það nú ekki. Leikur að stráum átti ekki upp á háborðið hjá þeim. Um Skip heiðríkjunnar gegndi öðru máli. Fjallkirkjan hefur annars aldrei notið sín þar í landi. Ann- ars lá við að Gyldendal hætti við Sögu Borgarættarinnar vegna undirtekta þeirra, sem fyrsta bindið, Ormarr Örygsson fékk. Síðar varð Borgarættin einhver mesta sölubókin af bókum mín- um úti í heimi. Sú sem víðast hefur farið er þó Aðventa. — Þú er einn af þeim íslenzku höfundum, sem þýddur hefur verið á flest erlend mál. Mig minnir meira að segja að Svart- fugl hafi komið sem neðanmáls- saga í eistnesku blaði, einhvern- tíma skömmu fyrir stríðið. — Jú, og Borgarættin hefur verið þýdd á grænlenzku. Það var Gestur eineygði, sem reið baggamuninn. Fyrsta heildarút- gáfan kom út árið 1915 og hef- ur verið endurprentuð þó nokkr- um sinnum. — Fylgdi ekki oft mikið sál- arstríð þessum áruin, meðan tví- sýnt var hvernig gengi þitt sem rithöfundar yrði? — Sálarstríð? segir Gunnar og hlær. — Ég held að stríðið hafi fremur verið líkamlegt. Maður svalt stundum hálfu hungri. — Þykir þér sérstaklega vænt um einhverja af bókum þínum, umfram aðrar? — Ekki er því að neita, að mér er fremur vel við sumar þeirra, þar á meðal Brimhendu og Vikivaka, sem fáir sinna. — Datt þér aldrei í hug að verða eitthvað annað en rit- höfundur? — Nei. Og Gunnar hlær hjart- anlega að slíkri fjarstæðu. — Nema hvað ég var um hríð að hugsa um að reyna að hafa ofan af fyrir mér sem garðyrkju- maður. Því starfi fylgir sá kost- ur, að maður þarf ekki að standa í að drepa. — Þú hefur átt fallega garða úti. — Já, hérna sérðu myndina af einum þeirra. Gunnar bendir á stórt málverk eftir son sinn, sem hangir á veggnum til hlið- ar við okkur. — Það var konan mín, sem hafði veg og vanda af görðunum. Hún er fædd með „en grön finger“, eins og Danir segja; það verður allt að gróðri í kringum hana. — Mér verður litið til suðurveggs stofunnar, sem er að mestu gluggi. Hann er allur þakinn einskonar neti úr vafningsviði, sem einhvern- veginn gerir að verkum að stof- an virðist samlagast mátulega sterkri góðviðrisbirtunni úti; það er ekki sól. Ég segi: — Þú ert viðkvæmur gagnvart lífi. — Ég hef drepið fiska og VIKAN-JÓLABLAÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.