Vikan


Vikan - 07.12.1967, Page 44

Vikan - 07.12.1967, Page 44
nwood AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HIBYLAPRÝDI Simi 11687 21240 Lougavegi 170-172 fugla í ungdæmi mínu, en það var búbjörg, sem erfitt var án að vera. Samt minnist ég þess með viðbjóði. En ég borða kjöt, og sá sem það gerir er í raun réttri samsekur slátrurum og veiði- görpum. Offjölgun ýmissa líf- vera gerir, að því er virðist, ráð fyrir útrýmingu; en fyrir vitveru er hálfgerð uppgjöf í að grund- valla tilveru sína á veiðum til óhófs og munaðar. En það er nú svona: Gullkálfurinn á af öllum átrúnaðargoðum einna öruggast- an rétt í hugum manna. Og hann krefst fórna daglega og stund- lega. — Hvað ertu að fást við um þessar mundir? — Vegna Borgarættarinnar varð ég að gera hlé á endur- skoðun Fjallkirkjunnax — með framtíðarútgáfur í huga. Þar 44 VIKAN-JÓLABLAÐ að auki er ýmislegt í deiglunni, og hefur verið lengi, en ekki gott að vita hvað úr verður. — Þér hefur ekki dottið í hug að snúa þér að leikrituninni, eins og Kiljan gerði? — Leikritun er skemmtileg við að fást en afbrýðissöm eins og aðrar tegundir lista. Sá, sem á því sviði ekki vinnur fullan sig- ur, á á hættu að verða að láta sér nægja stundaráhrif. Af nor- rænum rithöfundum hef ég orð- ið hvað hrifnastur af Ibsen og ekki síður Strindberg. Allt frá unglingsárunum lá ég yfir Shakespeare. Að grísku forn- skáldunum ógleymdum. Þetta eru stofnarnir, en auðvitað hafa fleiri lagt ýmislegt gott af mörk- um. f bókmenntaheiminn hér- lendis vantar að mínum dómi ekkert fremur en íslenzkan Hol- berg, en hann virðist ekki á döfinni. En leiklistin er sem sagt ráðrík og erfitt að sinna öðru jafnframt henni. Vel sagða sögu tek ég fram yfir flest. — Hvað finnst þér um ís- lenzkar nútímabókmenntir? — Mér finnst þeir spjara sig nógu vel, íslenzku nútímarit- höfundarnir og skáldin. Ef til vill ber ljóðlistina hæst. Og er eng- in ný bóla á íslandi. Margir ungu mannanna eru efnilegir; hvað úr þeim verður er annað mál. Um það skal ég engu spá. En vel mættum við hafa það í huga, að sumt af bezta skáld- skap veraldar er bundið móð- urmálinu órjúfandi böndum. Ófáir okkar manna myndu, væru þeir fæddir með stærri þjóðum, hafa náð frægð á heimsmæli- kvarða. — Hvað viltu segja um þau áhrif, sem íslenzkir rithöfundar og íslenzk menning yfirleitt hef- ur haft á verk þín? — Þau áhrif hafa verið örugg allt frá barnæsku, bein og óbein. Frá bernsku fór hver eyrir hjá mér í bókakaup. Það var hver risinn við annan í skáldskap okkar um aldamótin og á nítj- ándu öldinni, Matthías, Stein- grímur, Þorsteinn Erlingsson, Einar Benediktsson, Grímur Thomsen. — Kannski þótti mér vænzt um Grím, og auð- vitað Jónas, en þeir eru nú svo ólíkir. Og að hugsa sér verk eins og þýðingu Jóns á Bægisá á Paradísarmissi! Það jafnast ekkert mál á við íslenzkuna. Að geyma slíkt mál er afrek, og ætli við rísum ekki undir því enn um stund? Enda þótt fram- burður sumra upp á síðkastið gerist æði enskuskotinn, og aldrei hefur ill danska verið auðlærðari. Lágkúran og fávizk- an á því sviði kemur víðar fram en í auglýsingafarganinu — sem að vísu tekur út yfir allan þjófabálk. Það er auðheyrt á Gunnari, að í þessu máli finnst honum ekki gilda góðmennskan ein. — Þýðingar þínar á íslenzku hafa vakið mikla athygli, ekki sízt það hve langt þú hefur þótt ganga í þýðingum á erlendum heitum og nöfnum. Ég get til dæmis nefnt Mikkjál frá Kolbeinsbrú eftir von Kleist. — Já, sú saga og fleiri eftir von Kleist eru meðal minna uppáhaldsbóka. Og að mínu viti verður engin þýdd bók alinn- lend, nema nöfnin séu íslenzk- uð líka. Svo gerði ég þetta nú líka að gamni mínu. Bæði í Mikkjáli og Vaðlaklerki. Margt er mannsins gaman, stendur þar. Hinsvegar er ég ekki óhræddur um, að íslenzkan eigi örðuga tíma í vændum. Vonandi verða okkar ágætu orðabóka- höfundar ekki allt of frjálslynd- ir. Málið er viðkvæm heild, og talmálið má aldrei ráða nið- V/ð erum sammála UPPÞVOTTAVÉLIN ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. HRÆRIVÉLIN ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN VENJULEG HRÆRIVÉL. KENWOOD hrærivélin býð- upp á fleiri hjálpartæki en nokkur önnur hrærivél, til þess að létta störf húsmóð- urinnar. KENWOOD hræri- vélin er auðveld og þægileg í notkun. Kynnið yður Kenwood og þér kaupið Kenwood hrærivélina. Vcrð kr. 5.900.— KENWOOD uppþvotta- vélin er með 2000 w. suðuelementi. Tekur 1 einu fullkominn borð- búnað fyrir 6 og hana er hægt aö staðsetja hvar sem er í eldhúsinu. Inn- byggð. Frístandandi eða fest upp á vegg. Verð kr. 14.400,- — Viðgerða og varahlutaþjónusta — Jfekla 99 mamma hugsar fyrir öllu___ hún hefur ávallf . VlCK VapoRub Salve Til udvortes brug ved visse irritationer vid hendina” "*t •••
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.