Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 59

Vikan - 07.12.1967, Side 59
raspsteiktar kótilettur. Þá þarf aðeins að snúa þeim í hveiti, eftir að búið er að berja þær og salta, og steikja síð- an. Það er mjög til bragðbætis að opna litla dós a£ sveppum og saxa þá, síðan brúna á pönnu og sjóða 1 glas af rauðvíni með sveppunum 1 3—5 mín- útur á pönnunni og hella yfir kótilett- urnar, rétt áður en þær eru bornar á borð. Með öllu fersku svínakjöti er sjálf- sagt að bera rauðkál, grænar baunir og sykurbrúnuð jarðepli, ásamt súru og sætu grænmeti. SVÍNALÆRI (eða bógur) Mynd. Steikingartími Z\'2 klst. 2y2 kg. svínabógur. Verð pr. kg. kr. 225.00 — verð alls kr. 562.50 2 tsk. salt pipar á hnífsoddi, 2 stk. lárviðarlauf 4 stk. negulnaglar Vatn Sósan: Soðið af steikinni 1 epli skorið smátt 2 negulnaglar salt og pipar hveitijafningur Krydd og lögun sósu: Verð ca. kr. 20.00. Paran er skafin og skorin í þunnar ræmur með beittum hníf. Salti og pipar er nuddað í pöruna, lárviðarlaufi og negulnöglum er stungið í fituna milli ræmanna. Steikin er svo sett í heitan ofn (250—300°) og látin verða ljós- brún. Þekið steikina með alúmínpapp- ír, hellið 1 ltr. vatni í pönnuna og látið steikina vera 2y2 klst. í ofninum, bætið vatni á pönnuna meðan á steik- ingu stendur, svo hún verði aldrei þurr. Síðustu 10 mínúturnar af steik- ingartímanum þarf að fjarlægja málm- pappírinn og láta pöruna harðna. Svínakjöt þarf ætíð að vera vel steikt. Stingið með prjóni gegnum kjötið og steikið smástund áfram, eða þangað til ekkert blóð kemur úr sári eftir prjóninn. Sykurbrúnuð jarðepli, rauð- kál, soðin epli, sveskjur og grænmeti ásamt góðri sultu er sjálfsagt að bera með svínasteik. Lögun sósu. Þegar steikin er tekin af ofnpönnu, skal hella heitu vatni á pönnuna, svo allt soðið fáist, en það síðan sigtaö í pott. (Fitu þarf að ná ofan af soðinu, og er það auðvelt með því að hella 2—3 dropum af sósulit í soðið. Þar sem fitan tekur ekki 1 sig litinn, sést hún vel og er auðvelt að fleyta hana af með matskeið). Epli og negulnöglum er bætt í ásamt salti og pipar eftir smekk húsmóður og látið sjóða í nokkrar mínútur. Síðan er soðið jafn- að með hveitijafningi og meiri sósu- lit bætt í, eða þar til fallegur brúnn litur hefur fengizt. Svo ræður hús- móðir sjálf, hvort hún sigtar sósuna eða ekki, ef sósan er sigtuð, merjið þá eplin með skeið gegnum sigtið. SVÍNASTEIK - AFGANGAR AfgangssneiSar af svínabógi. Sósuafgangur i/2 dós niðursoðnir tómatar i,4 dós skornir sveppir 3 stk. epli Salt, paprika, sykur Verð ca. kr. 85. Auk þess: Grænar baunir, frönsk jarðepli, agúrkusalat (frystar agúrk- ur). Opnið dósirnar og sigtið vökvann af ofan i pott með sósuafgöngum. Hitið sósuna, bragðbætið með salti og góðri soyu, gjarnan Kínasoyu. Smyrjið eld- fast leirfat, raðið afgangskjötsneiðum i fatið. Skerið tómata i tvennt og rað- ið þeim hjá kjöti. Sósu hellt yfir kjöt og tómata, sveppum stráð þar ofan á, eplin afhýdd og skorin í 8 stk. hvert, sem svo eru lögð ofan á sósu og sveppi, stráð yfir nokkrum korn- um af sykri, og síðan ögn af papriku. Setjið siðan í heitan ofn og látið Ijós- brúnast. Berið á borð sjóðandi heitt ásamt grænujm baunum, frönskum jarðeplum og agúrkusalati. SVÍNAHRYGGUR Mynd. Steikingartími ca. 1% klst. Þegar húsmóðir kaupir svínahrygg í jólamatinn, þá kaupir hún það bezta og jafnframt það dýrasta. En úr svína- hrygg er hægt að matbúa fleiri og betri hátíðarmáltíðir en öðru kjöti, hvort sem steikt er í ofni, potti eöa sem kótilettur. Krydd, svo sem dill, engifer, paprika, karrý, lárviðarlauf, merian, negull, eru hvert um sig mjög gott með réttum úr svínahrygg. 2 kg. svínahryggur, verð pr. kg. kr. 240.00 — alls kr. 480.00 Stráið salti á hrygginn og smávegis engiferdufti. Steikið í heitum ofni þar til fitan er ljósbrún. Hellið Vx Itr. vatni yfir hrygg- inn, stráið einni matarskeið af sykri yfir hrygginn og látið stikna áfram í um klukkustund. Bætið vatni á eftir þörfum, svo nógur kraftur fáist i sósu. Hellið soðinu í pott og jafnið með hveitijafningi, bragðbætið með salti og dekkið með sósulit. Þessari sömu sósu má svo aftur breyta eftir vild, með því að bæta tómatsósu og rjóma í eða saxa tvö afhýdd epli — og setja í sósuna, eða hálfan dl. þeyttan rjóma og safa úr einni appelsínu. Sósa með tómat og rjóma: Verð ca. kr. 30.00. Þegar steikt cr í potti skal smjör- líki ljósbrúnað og hryggurinn brún- aður og bætt svo vatni upp á miðjan hrygginn. Það þarf að snúa kjötinu og steikingartíminn styttist um 15 mínút- ur frá ofnsteikingu. SVÍNAHRYGGUR — AFGANGAR Mynd. Afgangssneiðar af svínahrygg 25 gr. smjörlíki Salt —pipar Vz dós ferskjur 200 gr. mayonnaise 2 tsk. karrý 2 eggjahvítur V2 dós grænar baunir Verð ca. kr. 105.00. Smyrjið eldfast leirfat. Látið renna af grænu baununum, hellið þeim í leirfatið, raðið kjötsneiðum ofan á baunirnar. Látið alla vætu renna af ferskjunum og látið þær síðan ofan á kjötið. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrær- ið karry saman við mayonnaise og síðast skulu eggjahvíturnar hrærast varlega við mayonnaisið. Látið síðan hræruna ofan á hverja ferskju með matskeið. Setjið í mjög heitan ofn og bakið ljósbrúnt. Smjörsteikt jarðepli og þurrsoðin hrísgrjón eru mjög góð með. HAMBORGARHRYGGUR Mynd. 60—70 mín. suðutíml. 2i/2 kg. hamborgarliryggur, verð pr. kg. kr. 275.00 —alls kr. 687.00. 1/2 kg. bananar kr. 21.50 2 epli kr. 10.00 2 stk. lárviðarlauf 1 stk. gulrót 6 piparkorn 2 smálaukar Krydd og lögun sósu kr. 15.00 Sjóðið hrygginn í potti, rétt hulinn vatni, ásamt ofannefndu í 1 klst. Tak- ið hann svo úr soðinu og látið kólna. Meðan skal soðið sjóða við hægan hita undir loki. Skerið kaldan hrygginn niður í mátulega þykkar sneiðar og leggið sneiðarnar þétt saman aftur, svo þær myndi hrygglag, og setjið x ofnskúffu, ásamt V2 ltr. soði. Flysjið tvo banana og skerið í tvennt eftir endilöngu, tvö epli eða ananas eru skor- in í smástykki og raðað ofan á steik- ina ásamt banönunum (eins og myndin sýnir) og nokkrum minútum áður en máltíð byrjar, skal flórsykri stráð gegnum sigti yfir allan hrygginn, sem síðan er settur í vel heitan ofn (ca. 10 min.) eða þar til kjötið hefur feng- ið gljáandi fallegan brúnan lit. Rauðkál, sveskjur, eina eða tvær tegundir grænmetis, ásamt sykurbrún- uðum jarðeplum, er sjálfsagt að bera með. Æí, Sósur með Hamborgarhrygg Soðið af hamborgarhryggnum skal jafna með hveitijafningi og sigta í hreinan pott. Af þessu stigi er hægt að laga margbreytilegar góðar sósur, sem vel eiga við hamborgarhrygg. Ekki likar öllum vín í sósur, svo hér verða látnar fylgja góðar uppskriftir með og án víns. 1. Hið jafnaða soð er bætt bragðgóðum sósulit, salti eftir smekk, og síðan er helmingi af sósu hellt á ofnpönnuna og látið blandast soði því, sem eftir er þegar búið er að setja hrygginn á fat. Sigtið svo sósuna af pönnunni upp í sósupottinn aftur, og þá er sósan til- búin að berast á borð með steikinni (ein matskeið af þeyttum rjóma í sósukönnuna skemmir ekki). Verð ca. kr. 10—15.00. II. Opnið eina dós af sveppum, skerið þá í sneiðar, afhýðið tvo lauka og skerið þá í 6 hluta hvorn. Bræðiö smjör, ca. 50 gr. á pönnu eða í potti, ljósbrúnið laukinn, bætið sveppum í og látið malla um stund, bætið svo 1 bolla af rauðvíni í ásamt >/2 bolla tómat- sósu. Látið þetta sjóða saman við hæg- an hita i 5 minútur, síðan er bætt 1 ltr. af hamborgarhryggsósunni í. Er þá tilbúin mjög bragðgóð vinsósa, meira víni má bæta í eftir vild. Verð án rauðvíns — sem er á breyti- legu verði — ca. kr. 90.00. iiamborctEÍihryggur — AFGANGAR Sneiðar af hamborgarhrygg. Hveiti, sinnep, 1 egg, rasp, smjör- líki. Verð ca. kr. 45.00. Snúið kjötsneiðum f hveiti, smyrjið svo báðum megin með sinnepi. Þeytið eggið ásamt 3 matskeiðum af vatni í djúpum diski, ásamt V2 tsk. salti. Væt- ið kjötsneiðarnar vel upp úr eggjun- um, snúið þeim síðan i raspi. Ljós- brúnið smjörlíkið á pönnu og steikið sneiðarnar, svo litur verði fallega brúnn. Þá er þessi mjög bragðgóði há- tíðaréttur tilbúinn. Allar tegundir af nýju grænmeti eða dósagrænmeti má bera með (súrkál blandað eplamauki, er mikið notað i Bandaríkjunum og Þýzkalandi). Sósur: Sósan frá hamborgarhryggnum cða rcmolaði, cða þcr gctið valið úr öllum tegundum af pakkasúpum, og gert úr þcim þá sósu, sem yður lízt bczt á, aðcins mcð því að nota hclnx- ingi minna vatn cn sagt er til um fyrir súpur, munið aðcins að það þarf að liræra vel f pottinunx. REYKTUR SVÍNABÓGUR Mynd. Suðutími ca. 2 klst. Það er nærri ótakmarkað, hve marg- breytilegan hátíðamat er hægt að mat- reiða úr reyktu svínakjöti. Tveggja kílóa bóg (verð pr. kg. kr. 245.00 — alls kr. 490.00) þarf að sjóða í tæp- lega tvo tíma og er það ráðlegt að sjóða kjötið daginn áður, kjötið verð- ur drýgra og hægt að skera jafnari sneiðar, þegar það er kalt. Geymið soðið. Eftirfarandi uppskriftir miðast við, að sá hátíðamatur, sem þér kjósið að matbúa, sé gerður í ofni eða potti. Hér er dönsk uppskrift fyrir 6 manns: 12—14 sneiðar reykt svínakjöt 8 nýjar púrrur eða sperglar, verð ca. kr. 96.00 150 gr. smjörllki (smjör) ca. 100 gr. hveiti 1 matsk. Karry V-2. tsk. sykur 6 heil piparkorn 1 tsk. þurrkað timian 1 stór gulrót verð ca. kr. 22.00 IV2 ltr. soð Látið soðið í pott ásamt pipar, tim- ian og gulrót og sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. í öðrum potti bræðið þér smjörlíkið, látið karry í og látið malla í 3 mínútur. Síðan er hveiti sett saman við og hrært vel saman. Hellið síðan soðinu gegnum sigti smátt og smátt út í jafninginn, hrærið vel á milli, þar til mátulega þykk sósa hef- ur fengizt. Sjóðið púrrurnar í vatni með smávegis salti, ca. 15 mínútur. Takið þær úr vatninu og látið vatnið renna af þeim. Smyrjið eldfast leirfat með smjöri, leggið kjötsneiðar í, síð- an púrrurnar ofan á kjötið og hellið ca. 2 ausum af sósu yfir púrrur og kjöt. Setjið það í heitan ofn og látið hitna vel. Ef upphitun fer fram í potti, hitið þá sneiðarnar í kjötsoðinu og raðið þeim síðan á fat ásamt púrr- um og hellið sósu yfir. Með þessum rétti er hægt að nota hvaða tegund grænmetis sem maður óskar, en það gefur fallegastan litblæ að nota græn- ar baunir og gulrætur. Soðin jarðepli, eða jarðeplastöppu, skal og bera með. Auk þess er pickles eða agúrkusalat gott. Hér er uppskrift frá Texas. Opnið 1/2 dós af niðursoðnum tómöt- um (ca. kr. 25.00) og setjið í pott, saxið tvo lauka (ca. kr. 3.50) og látið í pottinn ásamt 1 tsk. hvítlauk og 2 bollum af hvítvíni (ca. kr. 25.00), sjóðið við hægan hita undir loki. Bætið soði frá bóg í, svo sósan verði ekki of þykk. Þegar laukurinn er soðinn, skal pressa alla sósuna gegnum sigti og svo að síðustu krydda með salti og pipar. Hellið svo sósunni yfir kjöt- sneiðarnar, sem búið er að raða í eldfast leirfat. Skerið fylltar olivur í sneiðar og stráið yfir allan réttinn. Síðan skal leirfatið sett í heitan ofn- inn og allt brúnað vel (ca. 10 mín.). Frönsk jarðepli og spergil eða snittu- baunir skal bera með. Krydd og óliv- ur kr. 30.00. Amerísk hamsteik. Mynd. \ Kjötsneiðarnar þurfa að vera V2 cm þykkar. Opnið heildós ananas (kr. 60.00), sigtið safa frá, skerið an- anasinn í smábita. Látið 200 gr. sykur í pott, ásamt V2 bolla af safanum, lát- ið sjóða við mikinn hita, þar til sykur er orðinn ljósbrúnn. Bætið ananas í sykurinn og hrærið 1 með trésleif. Setjið nú pönnu yfir með ögn af smjöri og þegar smjörið er ljósbrúnt, eru kjötsneiðarnar lagðar á pönnuna og léttbrúnaðar. Síðan sett í eldfast leirfat og sykri með ananas hellt yfir. Stráið dálítilli steinselju og pap- riku ofan á steikina og setjið hana svo smástund í heitan ofninn. Berið á borð með köldu grænmetissalati eða heitum grænum baunum og steiktum jarðeplum. Sykur og krydd kr. 5.00. VIKAN-JÓLABLAÐ 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.