Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 73

Vikan - 07.12.1967, Side 73
að við værum að fara úr landi, heldur lét þá á mér skilja að ferðinni væri heilið í þorp eitt alllangl norður frá. En örlög okkar urðu ekki ráðin í pakk- húsinu, heldur var farið með okkur í ráðhús útborgarinnar. Þar inni var svipað um að litast og á hernaðarmyndum frá Na- poleonstímanum. Verkamenn höfðu" stillt upp byssum sínum í þríhyrninga eins og árás væri yfirvofandi hvenær sem var. Þarna sátu menn og átu baun- ir úr spilkomum. Ég var leiddur fyrir eins konar ráð til yfir- heyrslu og var ræðzt við af mik- illi kurteisi og vinsemd eins og tíðkast á Spáni. Mér flaug í hug að maður yrði þó a. m. k. drep- inn kurteislega. Einn mannanna ætlaði að sýna að ég væri eitt- hvað vafasamur í pólitíkinni, og sagði: En nú erum við að gera gott ríki fyrir alla, hvers vegna eruð þér þá að fara burtu?“. Ég varð að vera klár á svarinu: „Það er vegna þess, herra minn, að ég hef fengið sumarfrí og þess- ir vinir mínir sem bíða í hinum bílnum úti komu hingað frá Bretlandi, og við ætluðum að að fara saman norður eftir og njóta sjávarins og sólarinnar þar. Mér þykir slæmt ef ég missi sumarfríið, því að ég hef átt ann- ríkt að undanförnu.“ Þetta var töfraorðið. Skyndilega voru allir orðnir mér vinsamlegir: „Já, maðurinn vill taka sumarfríið sitt. Maður skilur það.“ Og þess- ir menn sem ég efast um að hafi nokkurn tíma fengið sumarfrí á ævi sinni slepptu okkur og létu okkur fá tvo lífverði svo að við kæmumst í sumarfríið, og þar að auki vegabréf. — Hvernig fuglar voru þetta? — Þú meinar lífverðirnir? Þeir voru nú heldur skuggalegir ná- ungar. Annar þeirra hafði verið atvinnulaus í fimm ár, og hinn eitthvað svipað. Þeir litu út eins og sjóræningjar á gömlum mynd- um, með rauðan vasaklút um höfuðið og heldur skælt bros, en okkur kom vel saman. Þarna er hver smábærinn við annan, sam- felld byggð. En við höfðum ekki lengi ekið þegar maður á grænni skyrtu þúinn voldugri vélbyssu stöðvaði okkur og skipaði okkur öllum út úr bílunum. Hjónin í hinum bílnum skildu ekki neitt, ég varð alltaf að segja þeim hvað væri að ger- ast. Þessi maður talaði kata- lónsku. Kvaðst hann engum vopnuðum manni hleypa í gegn- um sitt umdæmi, enda vissi hann ekkert hvaða fólk við værum. Skipaði hann lífvörðunum að labba tafarlaust til baka ellegar þeir gætu setzt undir tré og beð- ið þess að ferð félli til Bada- iona aftur. Þegar hann var þann- ig búinn að afgreiða lífverðina sneri hann sér að mér aftur og talaði nú frönsku, þótti það senni- lega vissara heldur en tala spænsku eða katalónsku. Hann sagði að sér hefði ógnað að sjá þessa fugla inn í bílnum hjá okk- ur og laldi sig vissan um að þeit' mundu drepa okkur öll strax og byggð þryti til að ná í bílana auk heldur annað sem í þeim kynni að vera. Það væri ástæðan fyrir þessu uppistandi sem hann leyfði sér að gera. Ræddumst við við nokkra stund. Þetta var menntaður maður, stærðfræði- kennari við unglingaskóla og hinn bezti maður viðskiptis. Ég sýndi honum alla okkar pappíra, m. a. frá lögreglustjóranum í Badalona, en hann varð ekkert uppnæmur við það, kvað þá á þessum slóðum enga stjórn við- urkenna nema sína eigin og eng- ir vopnaðir menn fengju að fara þar um. Síðan spurði hann mig: „Hvaða stjórn fer nú með völd í Barcelona og hvernig gengur hjá þeim?“ Ég reyndi að segja honum fréttirnar. Svo kvöddum við hann og lögðum af stað og ég kannast við að mér létti stór- um að vera laus við verndarana. — Var allt í uppnámi á þess- um slóðum, skærur, verðir og tálmanir og annar slíkur ófögn- uður? — Ekki var nú um að ræða mikil vopnaviðskipti þennan dag, en er kvölda tók vorum við bú- in að fara 76 sinnum fram hjá fyrirhleðslum og virkisgerðum á og við veginn. Flestir mennirnir sem þarna báru vopn og voru að skipta sér af okkur um daginn voru mestu alminlegheita menn. Þeir spurðu okkur frétta og létu okkur svo fara. Þetta var ærið tafsamt ferðalag. Venjulega vor- um við komin til landamæranna eftir 3 klst., en í þetta skiptið tók það okkur 9 ktst. að komast að rótum Pýrenefjalla. Það var þarna neðst í fjall- lendinu sem við tentum í mestri hættu, að mér finnst þegar ég hugsa um þetta á eftir, líklega hrein tilviljun að við vorum ekki öll drepin. Er hér var kom- ið var orðið myrkt af nóttu. Sé ég þá allt í einu hvar maður stendur á miðjum vegi og otar að okkur byssu. Ég vissi ekki al- minlega hvað gera skyldi, hug- kvæmdist fyrst að nota sömu að- ferð og við strákinn er við vor- um að teggja af stað og táta líta út eins og ég væri staðráðinn í að aka hann niður, en hætti við það því að ég sá að þaki manns- ins stafla af tunnum undan as- falti, og þó að ég slyppi var allt annað en víst að félagi minn í aftari bílnum mundi sleppa. Ók ég því mjög hægt á móts við manninn. Þá heyri ég út úr myrkrinu sagt á katalónsku: „ljósin“. Og í það skiptið þakk- aði ég mínum sæla fyrir að skilja katalónsku, ekki bara spænsku. Ég dró því úr ljósunum, en hafði auðvitað ekið með háu ljósunum áður. Þá þustu að okkur menn úr öllum áttum, þar á meðal Eins manns svefnsófar og tveggja manno svefnsófar með samstæð- um stólum eru hentug sófasett. — Þrjár gerðir fást hjá okkur núna. 2—3—4 sæta sófasett, verð frá 13.500. Husqvarna HUSQVARNA GÆÐI Straujárn HUSQVARNA ÞJÓNUSTA GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200 VIKAN-JÓLABLAÐ 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.