Vikan


Vikan - 07.12.1967, Síða 83

Vikan - 07.12.1967, Síða 83
hlutar að bera þau á borð fyrir (s- lenzka útvarpshlustendur. Sumpart stafar það af því, að löndin og út- varpsstöðvarnar þar teygja sig anzi langt til að hlynna að sínum höfundum, og flytja þess vegna margt, sem hvergi annars staðar væri talið hæfa. Svo eru aftur höfundar, sem hafa skrifað fjöldann allan af leikritum, sem flutt hafa verið hér og þar, en fyrir minn smekk — og ég hef ekki annað eftir að fara — hef ég ekki fundið neitt það við þau, sem rétt- lætti að leggja fé og vinnu í að taka þau. Svo kemur líka hitt fyr- ir, að maður tekur verk, sem manni siálfum finnst gott, en það misferst allt í meðförunum. Annaðhvort hef- ur mér sjálfum missýnzt um verk- ið. nú eða þá leikstjórinn eða ein- hver leikendanna, einn eða fleiri, hitta ekki tóninn í verkinu. Þá kem- ur það út sem ekkert, eða lélegt verk. Þetta er nokkuð, sem við verðum því miður stundum að horf- ast f augu við. Nú, og ég þykist hafa orðið þess áskynja af viðtöl- um mínum við fólk, að þau verk, sem öllum almenningi falla bezt, eru tiltölulega gamlir sjónleikir eft- ir meiri háttar höfunda: Ibsen, O'Neil, Bernard Shaw, Galsworthy, Arthur Miller og fleiri af þeirri línu; með öðrum orðum leikrit, þar sem töluvert gerist. Aftur á móti töluvert fínleg og vel skrifuð seinni tíma verk fara fram hjá mörgum. Nú, enda náttúrlega megum við ekki gleyma því, að við erum á þessu sviði, eins og flestum öðr- um, ákaflega fátæk, og okkar leik- arahópur of fámennur, til þess að hægt sé að setja ævinlega réttan mann í rétt hlutverk. Ég hef oft undrazt, og það er annað hvort af því að fólk gerir sér ekki grein fyr- ir því eða hefur svo mikinn skiln- ing, að það skuli nenna að hlusta og horfa á okkur þessa sömu leik- ara ár eftir ár. — Það má kannski segja, að neyðin kenni, þar eins og annars staðar. Það er ekki öðrum til að dreifa. — Nei, það er ekki öðrum til að dreifa, og þetta verðum við að gera, sem betur fer held ég að okk- ur muni samt á næstu árum bætast allstór hópur ungra og efnilegra leikara, og er mikil ástæða til að fagna því. En ég segi fyrir mig, aðég hef lagt til hliðar góð leikrit, sem mig hefði langað afskaplega mik- ið til að koma til fólksins, af því að ég hef bara þótzt sjá, að þau myndu ekki takast. Ég hef ekki á- litið að neitt okkar leikaranna hér gæti farið með þau. Þetta er ekki vegna þess að við eigum ekki marga góða leikara, heldur af þv( að við eigum stundum ekki „rétta" leikarann ( hlutverkið sem gera mundi gæfumuninn. Þetta gildir Kklega fyrst og fremst um sterkar tragedíur, sem útheimta gentala leikara, sem eru óhræddir við að gefa allt, sem þeir eiga til. — Er það ekkl einkenni fslenzkra leikara, að þeir jaðri við að vera reserveraðir? Að þeir geti ekki slepþt sér, hvorki ( kómedíu né tragedíu né neinu þar á milli? — Jú, Kklega er það ekki fjarri sanni, og það liggur að mínu viti töluvert í því, hvað við höfum ver- ið fátækir af leikstjórum. Því ( því er pund leikstjórans fyrst og fremst fólgið: Að rífa leikarann upp og tæta hann í sundur og fá út úr honum allt mögulegt, sem hann býr yfir, en þorir aldrei að koma með. Til slíkra hryðjuverka þarf leikstjóra sem hefur mikla leikstjórnarhæfi- leika og écj^ neita því ekki að þeir eru til meðal okkar. En misskildu mig ekki, góður leikstjóri þarf auð- vitað líka að hafa til að bera mýkt og nærfærni, þar sem það á við. En það er eins og margir hér geri sér ekki Ijóst að leikstjórn og leikur er alveg tvennt, þótt það séu auðvitað skyld fög. Poul Reumert var einhvern tíma beðinn að setja á svið leikrit. Svar hans var stutt og laggott: "Nei, ég er leikari". — Ég held líka að það sé vænlegra til árangurs að leik- stjórinn sé leikurunum ekki alltof handgenginn. En hér hagar svo til, að leikstjórinn verður oftast einn af leikurunum hverju sinni, þetta eru ekki menn sem hafa lagt sér- staka stund á leikstjórn og orðið sér úti um mikla þjálfun ( því fagi, þeir síðarnefndu geta vakið með leikurunum ótrúlega virðingu fyrir því, sem þeir eru að gera, og örð- ið til þess, að leikararnir þori að koma með það, sem þeir luma á. — Nú deilir þú á sjálfan þig jafnt og kollegana, því enn stýrir þú mörgum útvarpsleikritum. — Ég deili ekki á neinn. Það eru ekki nema tæpir tveir áratugir síð- an leiklist hjá okkur var á því stigi að þessi tilhögun var bæði eðlileg og sjálfsögð. Hitt er annað mál að algert stefnuleysi í þessum efnum eins og fleirum síðan við eignuð- umst atvinnuleikhús er mjög ámæl- isvert. En út ( þá sálma skulum við ekki fara hér, það er miklu stærra mál. — Já, þú sagðir að ég stýrði enn mörgum útvarpsleikritum. Það er nú ekki rétt. Það verður varla sagt að ég hafi stjórnað neinu leik- riti í mörg ár, mesta lagi einu til tveimur á ári, og ekki dettur mér í hug að halda því fram að ég hafi verið góður leikstjóri. í seinni tíð hef ég aðeins við viss tækifæri ver- ið með leikstjórnina sjálfur, sérstak- lega ef ég hef fært nokkra kafla úr (slenzkum skáldverkum ( leikbúning, til dæmis úr sögum Halldórs Lax- ness og fleiri. Að öðru leyti er ég að mestu hættur þv(. Til þess hef ég einfaldlega engan tíma. Það fer miklu meira en nógur tfmi hjá mér f að leika með, sem ég geri mjög oft, svo sem kunnugt er. Og miklu oftar en ég vildi. Það stafar iðu- lega af því, að leikstjórarnir leggja að mér með það, og kemur þar stundum til mannafæðin, sem ég minntist á. Og ég ætlast til þess af þeim, að þeir komi með leikinn eins vel úr garði gerðan og þeir framast geta, og þá hef ég ekki ’glugga tjalda- efni„ LAUGAVEGI 59 SÍMI 18478 r- "1 Haritíiarhartir IWI IÖTI BÍLSKÚRS HLRÐIR ýhhi- & ýtihuftif H. □. VILHJALMSSDN RÁNARGÖTll V?. <5ÍMI 196S9 L -4 VIKAN-JÓLABLAÐ 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.