Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 85

Vikan - 07.12.1967, Side 85
I n . í BMW BIFREIÐAR í FARARBRODDI Bandaríska bílablaðið Road and Track birti nýlega lista yfir 7 beztu bílategundir heims og skipaði BMW i fimmta sæti. Vér bjóðum yður þrjár gerð- ir af BMW — BMW 1600, BMW 1800 og BMW 2000. BMW bifreiðirnar vinna stöðugt á hér á landi, þar sem bifreiðaeigendur leita í auknum mæli eftir sterkari og vandaðri bifreiðum, sem þola betur hina slæmu og bröttu vegi. Sterk og kraft- mikil vél BMW er trygging fyrir góðri endingu. Sjálf- stæð fjöðrun á öllum hjólum gerir BMW betri og stöðugri á ósléttum vegum hérlendis. Sætin í BMW eru vönduð og einstaklega þægileg. Útsýni úr bilnum er mjög gott. BMW bifreiðirnar eru vand- aðar og glæsilegar, jafnt að utan sem innan. KRISTINN GUÐNASON HF KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675 Aberdeen lávarður, meinleysis- rola og friðarvinur mikill, svo sem margir aðrir stjórnmálamenn Viktoríutímans. Hann hafði verið með í Napóleonstríðunum og þá blöskrað svo hermennskan að síð- an mátti hann ekki mannsblóð sjá. En aðrir í stjórninni voru meiri atkvæðamenn. Þeirra helzt- ir voru Gladstone, hinn frjáls- lyndi þjóðskörungur, sem þá var fjármálaráðherra, og Palmerston, sem var innanríkisráðherra. Báð- ir höfðu þeir lengi verið miklir áhrifamenn í brezkum stjórnmál- um og áttu eftir að vera það enn um langa hríð. Af ölium ráðherr- unum hafði Palmerston mestan áhuga á þeirri ófriðarbliku, sem nú var að draga upp við Svarta- hafið. Enda þótt hann væri eng- inn Tyrkjavinur, vildi hann allt fremur en sleppa Rússum laus- um út á Miðjarðarhaf, og til þess hafði hann fulltingi Viktoríu drottningar, sem hataði Rússa eins og hverja aðra pest. Og þau höfðu sitt fram. Palmerston lávarður er ef til vill sá allra skemmtilegasti af þeim stjórnskörungum, sem Bret- ar áttu á Viktoríutímanum, og var þó ófátt stórmenna uppi með þeim í þann tíð. Þegar hér var komið, var hann hátt á sjötugs- aldri, en engu að síður ern sem ungur væri. Enda kvað Bene- dikt Gröndal: Palmerston hann er alltaf ungur, eldgamall hjassi á Bretlands ey; samt er hann eins og sæljón þungur, sérhverja glepur konu og mey. Úr parlamentinu títt á tánum trítlar hann fattur heim til sín, hlakkar sem gaukur heima á skjánum, húrrar og drekkur brennivín. Þessi lýsing á stjórnvitringnum er auðvitað ekta gröndælsk, en engu að síður skín út úr grín- öfgum hennar ekki ósönn mynd þessa ósvífna kraftakarls, sem gæddur var óbugandi snarræði, kænsku, húmor og lífsþrótti. Um hann var sagt, að samfara ósvífni hans væri slík frekja, að enginn dirfðist að andmæla honum. Föð- urlandi sínu unni hann með þeim ærslum, að hann trúði því af hjartans einlægni að öðrum þjóð- um væri fyrir beztu að Bretar sæju ráð fyrir þeim, enda neytti hann flestra bragða til að efla áhrif og völd heimsveldisins. Lík- lega hafa fáir verið heimsvalda- sinnar með betri samvizku en hann. í innanríkismálum var hann fremur íhaldssamur, enda sjálfur aristókrat og vildi varð- veita sitt elskaða England eins og það var, en á alþjóðavettvangi kaus hann að láta Breta skipa sér í lið frjálslyndari afla. Hann hélt fram hagsmunum Breta gagnvart öðrum þjóðum af slíkri hörku og slægvizku, að í senn vakti aðdáun, ótta og biksvart hatur. Talleyrand, þessi útsmogni refur frá stjórnarbyltingunni og Napóleonstímunum, sagðist al- drei á sinni löngu ævi hafa kynnst vitrari manni. En ein- hver þýzkur hagyrðingur gerði eftirfarandi kveðling, sem land- ar hans síðan rauluðu af hjartans einlægni: Ef eignast skyldi Satan son, sá skal heita Palmerston. Raunar þarf engan að undra, þótt m|argir útlendingar væru móðgaðir við Palmerston, annar eins orðhákur og hann var. Þann- ig sakaði hann Frakka um „karl- mennskuleysi11 og „ósjálfstæði", kallaði Austurríki „gamla kerl- ingu“ og taldi veldi og mátt Rússlands eintómt plat. Um þessar mundir voru Bret- ar og Frakkar meiri vinir en lengstum áður, þar eð báðir vildu halda í hemilinn á Rússum. Napó- leoni þriðja blóðlangaði í stríð við Rússa, því ef Frakkar yrðu þar sigursælir, hlaut það að styrkja mjög aðstöðu hans heima fyrir. En ef það færi á hinn veg- inn, var gefið mál að hin ný- fengna keisarakóróna hans rúll- aði veg allrar veraldar. Hann var því milli vonar og ótta. En að einu leyti var hann ákveðinn: að fara ekki fet til víga nema í bandalagi við Breta. Hann ætl- aði ekki að endurtaka mistök hins mikla föðurbróður síns og egna þá á móti sér. Sagt hefur verið að upphaf Krímstríðsins hafi raunar ekki verið neinum sérstökum að kenna, heldur hafi það skollið á VIKAN-JÓLABLAÐ 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.