Vikan


Vikan - 05.12.1968, Síða 77

Vikan - 05.12.1968, Síða 77
kona siðasta mannsins sína. Nokkru síðar, á tímum Kládí- usar og Nerós, segir sagan að rómverskar húsfrúr hafi verið farnar að telja árin eftir eigin- mönnunum, sem þær höfðu átt. Jafnframt þessu fór hraðfjölg- andi þeim Rómverjum, einkum í yfirstéttinni, sem kvæntust alls ekki og áttu ekki börn. Áreiðan- legt er að barnleysið átti mik- inn þátt í hnignun rómverska aðalsins. Sumir rannsakarar hafa gizkað á að heitu böðin hafi átt einhverja sök á þessu. Rómverj- ar höfðu þá nýlega lært þau af Grikkjum og lágu í þeim sýknt og heilagt, en þesskonar kúr kvað allt annað en hollur karllegri æxlunargetu. Ágústus reyndi að ráða bót á þessum ósköpum með ýmsu móti. Hann veitti mönnum verðlaun fyrir að kvænast og því hærri sem þeir gátu fleiri börn, en piparsveinum og piparmeyjum refsaði hann með því að banna þeim aðgang að hátíðahöldum á vegum hins opinbera, hvað var grimmileg hegning fyrir þeirrar tíðar Rómverja. En sá sem er svo eigingjarn að hann vill ekki gefa ríkinu börn, á enga heimtingu á að ríkið skemmti honum, áleit keisarinn. Að sjálfsögðu var Ágústus ekki frekar en aðrir laus við þjóðernis- og kynþáttahroka og leit á íbúa skattlandanna sem óæðra fólk. Hann var dauð- hræddur um að Rómverjar færu von bráðar í hund og kött ef þeir blönduðu blóði við þess háttar mannskap og harðbann- aði því höfðingjum borgarinn- ar að gefa frelsi ambáttum til að giftast þeim síðan, eins og þá var farið að tíðkast. Það næði engri átt, áleit keisarinn, að af- sprengi sýrlenzkra danskvenna og Gyðingaambátta kæmust í öldungaráðið eða til annarra æðstu metorða í stjórn heims- veldisins. En allur þessi fyrirgangur varð ekki til niikils, og það sorg- lega var að þar gat keisarinn sjálfum sér um kennt. „Dæmi drottnarans væri okkur til meira gagns en boð hans og bönn,“ sagði Pliníus sagnfræðingur yngri. Það var merkilegt við jafn rólega og öfgaiausa sjálf- stjórnarmanneskju og Ágústus annars var, að í kvennamálum héldu honum engin bönd. Júl- íska ættin, sem keisarinn var af, þótti sérstaklega mikil á ferð- inni hvað þetta snerti, jafnvel á rómverskan mælikvarða; þannig var Sesar gamli sjálfur hinn mesti kvenhrókur og hommi jafnframt, en slíkt þótti ekkert tiltökumál hjá Rómverj- um og Grikkjum, þegar þeir voru farnir að gerast lausir í rásinni. Og fyrst Ágústus gat ekki einu sinni passað upp á sinn hrók, var varla von á þegn- ar hans tækju siðferðisprédikan- ir hans alvarlega. En á öðrum sviðum . var Ágústus heppnari, svo sem þeg- ar hefur verið vikið að. Bættum stjórnarháttum og innanlands- friði, sem voru keisarans verk. fylgdi ekki einungis efnahagsleg viðreisn, heldur og andleg. Stjórnartíð Ágústusar hefur verið kölluð gullöld latnesks kveðskapar. Þá voru uppi prýði- lega hagorðir menn og lifandi i andanum: Virgill, Hóras, Pró- pert, Tíbúll og Óvíð. Sjálfur hafði keisarinn góðan smekk fyrir ljóðum sem og öðrum list- um og skar skáldalaunin eltki við nögl. Skáldin gátu þvi helg- að sig lislinni laus við matar- áhyggjur og gerðu það með svo góðum árangri, að það ætti að duga sem afsönnun þeirrar kenningar, að skáld yrki bezt með tóman maga. Að vísu deila menn nokkuð um bókmennta- pildi rómverskra ljóða, jafnvel þeirra beztu. Skólamenn hafa löngum hafið þau til skýjanna sem líttviðjafnanlega klassísk, en aðrir vilja meina að ljóminn af rómverska stórveldinu hafi uppljómað skáid þess óeðlilega mikið í augum manna; verk þeirra hafi lengstum verið gerð með grískar fyrirmyndir í huga og standi þeim langt að baki. Fremst þessara gullaldar- skálda var tvímælalítið sá göf- ugi og tígulegi Virgill, (Públíus Vergilíus Maró), sem fæddur var norður á Pósléttu, í Gailíu sunnan Alpa. Svo var það Hór- as (Kvintus Hóratíus Flakkus), dæmigerður, ístöðulaus og létt- lyndur Suður-ítali, sem hældi sér af að hafa flúið með þeim fyrstu í orrustunni við Filippí, en þar var hann í liði Brútusar og Kassíusar. Báðir nutu þeir mikillar náðar hjá keisaranum, en öðru máli gegndi um Óvíð (Púbiíus Óvidíus Nasó). Sá and- ans maður var nefnilega nokk- uð kynferðislega þenkjandi og lét það koma fram í svo blaut- legum kveðskap, að spursmál er hvort svoleiðis fengist enn gef- ið út hér á landi, frekar en Rauði rúbíninn um árið. Af þess háttar verkum hans er þekktust „Kennslubók í list ástarinnar“, þar sem ekki er einungis lýst þeim brögðum, sem bezt gefist til að fá þann þráða eða þá þráðu til við sig, heldur og hvernig hentugast sé að bcra sig að þegar á hólminn er kom- ið, en það getur auðvitað verið allbreytilegt eftir aðstæðum. Þess konar ljóðlist átti prýðilega við móral Rómverja eins og hann var þá, en keisaranum líkaði stórilla, því að hann skoð- aði þessar kiámvísur sem ögrun við sinar siðbótartilraunir. Að lokum stóðst Ágústus ekki mát- ið og vísaði skáldinu í útlegð austur að Svartahafi, en þau VIKAN-JÓLABLAÐ 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.