Menntamál - 01.10.1950, Page 10

Menntamál - 01.10.1950, Page 10
152 MENNTAMÁL hljóð, er einfaldlega sú, aS í fornmáli var framburður sér- hljóðsins í öllum þessum orðum hinn sami. Einnig mætti taka sem dæmi um þetta atriði, að nn í einn og inn eru ekki tákn hins sama, og mörg fleiri dæmi mætti taka um sama fyrirbrigði. Um síðara atriðið má einnig taka mörg dæmi. Greinileg- ast er, ef til vill, að y og i tákna nú langoftast sama hljóðið. Einnig mætti geta þess, að j er stundum táknað með g, t. d. í stigi og á (þ. e. aú) með a, t. d. í rangur. Af þessum fáu dæmum, sem að vísu eru að vissu leyti val- in af handahófi, ætti að vera fullljóst, að nútíðarstafsetn- ing er að verulegu leyti ekki miðuð við framburð nútíðar- máls, eins og áður er sagt, heldur er uyyruninn aðalsjónar- miðið. En hvað merkir uppruni í þessu sambandi. Því er fljótsvarað. Með uppruna er hér átt við framburð málsins á eldra stigi, þ. e. um þær mundir, er ritöld hófst á íslandi. Af því, sem ég hef sagt að framan, ætti að vera greini- legt, að í stafsetningarmálunum togast á tvö sjónarmið að- allega, framburðarsjónarmið og upprunasjónarmið. Ég er þeirrar skoðunar, að bæði þessi sjónarmið hafi nokkuð til síns máls og reyna verði að samhæfa þau nokkuð. Tíðar breytingar á stafsetningu eru ólán, en hins vegar er ekki heldur gott, að jafnvægið milli ofangreindra sjónarmiða raskist. Ég er og hef lengi verið þeirrar skoðunar, að bil- ið milli framburðar og stafsetningar sé orðið of mikið. Ég hygg, að síðasta breyting á stafsetningunni hafi gengið í ranga átt. Um þær mundir, sem sú breyting gekk í gildi, átti að vísu að breyta stafsetningunni, en breytingin átti aðeins að ganga í þveröfuga átt, þ. e. hún átti að minnka þetta bil, sem þá þegar var orðið gífurlegt, en auðvitað keyrði um þverbak, þegar henni var komið á. Af þessu ætti að vera skýrt, að ég er þeirrar skoðunar, að brýna nauðsyn beri til í náinni framtíð að leiðrétta stafsetninguna, ef svo mætti að orði kveða. En ég ætla ekki hér að gera neinar tillögur til breytinga, en vil aðeins

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.