Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 22
164 MENNTAMÁL innan þjóðfélagsins aukist, en eftir því sem skriffinnskan eykst, verður þörfin á því, að fleiri séu færir í stafsetningu, meiri. Ég hygg því, að rökin fyrir því, að stafsetningar- færni sé almennt nauðsynleg, séu svo sterk, að fljótt mætti vinna bug á andúð þeirri á stafsetningunni, sem ég minntist á áðan, ef beitt væri skynsamlegum rökum og fólki leitt fyrir sjónir, hve bráðnauðsynleg þekking á staf- setningu er. Til þess að góður námsárangur náist, þurfa nemendurnir að bera virðingu fyrir náminu. Þetta á ekki sízt við um stafsetningu. Það þarf beinlínis að innræta nemendun- um, að það sé skömm að því að láta frá sér fara bréf eða annað ritað mál, sem er ekki algerlega rétt að stafsetningu. Ég veit, að þetta þykir mikil kröfuharka, en ég hygg, að þessi kröfuharka sé heilbrigð. Ég hef ósköp litla trú á lin- kind eða dekri í kennslu sem öðru uppeldi. Nám er enginn leikur, og ég hygg, að það eigi ekki að vera neinn leikur, að minnsta kosti eftir að nemendur eru komnir á tiltekið þroskastig. Námið er og á að vera alvarleg vinna. En þá mætti spyrja: Eru nokkur tök á því, að meðalgreindur íslenzkur nemandi geti orðið það fær í íslenzkri staf- setningu, að hann geti látið ritað mál frá sér fara, án þess að í því séu stafsetningarvillur. Þessi spurning beinir at- hyglinni að mikilvægu atriði, þ. e. markmiði stafsetn- ingarkennslunnar. Ég vil þegar taka það skýrt fram, að á því eru engin tök, að nokkur maður geti orðið svo góður í stafsetningu, að hann sé alltaf öruggur um það, hvernig rita beri hvert orð, ef hann hefur engin hjálpargögn við að styðjast. Markmið stafsetningarkennslunnar er ekki heldur að gera menn svo örugga. Markmiðið er umfram allt að gera menn það örugga, að þeir viti, hvað þeir vita og hvað ekki. Ef menn vita það, er mikið fengið, því að þá geta menn leitað til hjálpagagna, er þekkingu þeirra þrýtur. Kennslan ætti því að vera að verulegu leyti fólgin í því að kenna mönnum að nota hjálpargögn, einkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.