Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 34

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 34
176 MENNTAMÁL Blendingssvæðin. Blendingssvæðið suðvestan lands nær frá Norðurá í Borgarfirði austur að Þjórsá, svo sem ljóst er af því, er hér að framan greinir. Takmörkunum beggja vegna hefur þegar verið lýst. Hér er ekki unnt að skýra rækilega frá framburði á þessu svæði, en til þess að gefa nokkra hugmynd um hann, skal birt skrá yfir hljóðhafa þá, er höfðu hreinan hv-fram- burð, í hverri sýslu og hverjum kaupstað: Mýrasýsla (austan Norðurár) um 18% Borgarf j arðarsýsla — 16% Akranes — 2% Kjósarsýsla — 14% Gullbringusýsla — 22% Hafnarfjörður — 11% Reykjavík — 9% Árnessýsla — 60% Blendingssvæðið austan lands nær norðan frá Sandvík- urheiði suður að Skriðdalshreppi og Fáskrúðsfjarðar- hreppi, svo sem fyrr segir. Hreinn ft'y-framburður á þessu svæði er sem hér greinir: Norður-Múlasýsla (að undanskildum Skeggjastaðahreppi) um 27% Seyðisfjörður — 2% Neskaupstaður — 26% Suður-Múlasýsla (norðan takmarka hv- svæðisins) — 37% Svo sem skrá þessi ber með sér, er framburðurinn nokk- uð misjafn eftir því, hvar er á blendingssvæðunum. í raun- inni eru Akranes og Seyðisfjörður kv-svæði, en Árnes- sýsla nálgast að Áv-framburði hv-svæðið. En þessu er ekki unnt að gera nánari skil hér. Eitt er augljóst: Kv-fram- burðurjnr) er að útrýma /iv-framburðinum á blendings-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.