Menntamál - 01.10.1950, Page 46

Menntamál - 01.10.1950, Page 46
188 MENNTAMÁL Snorri Sigfússon námsstjóri stýrði þessu liófi, og hafði hann verið forystumaður og stjórnandi mótsins í heild. Er leið að miðnætti, reis hann úr sæti og sagði jtessu fjórða móti norlenzkra barnakennara slitið. Fóru suniir kennarar heini til sín jregar um nóttina, en aðrir næstu daga. Voru menn almennt ánægðir með mótið, og þótti það hafa tekizt mjög vel. Leiðrétting. í Menntamálum sept.-okt. 1949 er frá jrví sagt, að Steingrímur Ara- son hafi hlotið háskólastigið Dachelor of science við liáskóla í Cali- forniu 1927. Heimildin, sem eftir var farið, er Hver er maðurinn? II. bls. 383. Nú hefur Jretta ekki reynzt rétt hermt í því annars ágæta riti. (En úr j>ví að ég lór að minnast á j>etta rit, get ég ekki látið hjá líða að þakka höf. fyrir J>að mikla hagræði og ánægju, sem hann hefur veitt mér og öðrum, sem J>urfa að sækja ]>angað fróðleik. Ber ég liið bezta traust til sannfræði j>ess, J>ótt óskeikul sé hún ekki, enda væri slíkt harla óskiljanlegtj. Steingrímur hefur óskað eftir leiðréttingu á þessari missögn, og er ritstj. Menntamála ljúft og skylt að verða við ]>eirri beiðni. Hið rétta er, að Steingrimur hlaut umrætt stig við Columbia-liáskólann í New York annan dag júní-mánaðar 1920. Sem sönnun J>ess hefur liann fengið ritstjóra Menntamála í hendur skírteini undirritað af dekan hlutaðeigandi deildar og forseta nefnds háskóla, þar sem þessu er lýst yfir. Einar Loftsson sextugur. Hann er fæddur 5. júní 1890 að Vatnsnesi x Grímsnesi, lauk kennara- prófi 1909, kenndi á ýmsum stöðum m. a. Eskifirði frarn að 1930, en }>að ár gerðist hann kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík og hefur kennt þar síðan. Á Eskifirði var hann einnig frikirkjuprestur um skeið. Hann er mikill áhugamaður um sálarrannsóknir og hefur ritað nokkuð um ]>au mál. Einar er traustur maður og hvardyggur. Um nafna hans á síðhemp- unni var kveðið, að hann keipaði enn á unni, er aðrir kappar væru komnir að. Hefur mér stundum komið í hug, að eitthvað væri líkt með þeim nöfnum. Einar Loftsson mun sitja meðan sætt er við skyldustörf sín og engu skeyta, þótt aðrir séu horfnir af þeim verði á undan honum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.