Menntamál - 01.08.1962, Side 67
MENNTAMÁL
157
Gerið bekknum ljóst í hvaða tilgangi farið er og hvaða
gagn hann getur haft af ferðinni. Bezt er, að þetta komi
fram við umræður í bekknum, eða sem rökrétt niður-
staða eða framhald af starfi.
Látið nemendurna sjálfa taka þátt í að ákveða tilhögun
rannsóknanna, t. d. hvort skipta skal í hópa og fá hverj-
um hóp sitt verkefni eða gefa hverjum þátttakanda sér-
stakt verkefni.
Þetta fer mikið eftir því, hvort rannsóknin er yfirgrips-
mikil og tímafrek og hvort allir þátttakendur geta eins
vel skilið það, sem þeir hafa skoðað, þó að þeir fái ekki
nákvæmar upplýsingar fyrr en í skólastofunni að ferðinni
lokinni.
Athugið, að nemendur séu klæddir á viðeigandi hátt og
hafi meðferðis rissbók og skriffæri. Myndavél og kíkir eru
oft nauðsynleg tæki í slíka ferð, og að jafnaði er einhver
nemandi, sem kann með myndavél að fara, a. m. k. í efri
bekkjum.
í sjötta lagi þarf kennarinn að benda á allt það merki-
lega, sem fyrir augu ber á leiðinni og vekja athygli á stöð-
um, sem farið er hjá. 1 sumum tilfellum er gott að hvetja
nemendur til að skrifa sér til minnis, t. d. ef þeim er ætlað
að segja ferðasöguna á eftir.
Þegar komið er á staðinn fer hin fyrirhugaða rannsókn
fram. Nemendur notfæra sér undirbúninginn úr skólan-
um til sjálfstæðra athafna og athyglisbeitingar. Kennar-
inn sér um, að fyrirfram ákveðnu skipulagi sé fylgt.
Eftir að ferðinni er lokið, er unnið úr rannsóknum,
næst þegar tími vinnst til. Það er unnið í hópum eða af
einstaklingum, eftir því sem til var stofnað í upphafi.
Nemendur skiptast á hugmyndum með því að ræða um
það, sem þeir hafa séð og spyrja kennarann um það, sem
þeir eru í vafa um. Kennarinn leiðréttir rangar hug-
myndir, sem kunna að hafa skapazt vegna skorts á auð-
skiljanlegum upplýsingum. Síðan gefa nemendur skýrslur,