Menntamál - 01.08.1962, Side 72

Menntamál - 01.08.1962, Side 72
162 MENNTAMÁL draga fyrir glugga og koma vélinni fyrir á réttum stað. Síðan hefst frásögn fararstjóra. Hann hefur áður valið sér sýningarmann, sem skiptir um myndir í vélinni, þegar honum er gefið merki. Fararstjórinn lýsir ferðinni frá því lagt var af stað úr skólanum. Þegar að verkefnunum kem- ur, gefur hann réttum aðila orðið og skýrir hann þá frá öllu, sem hann hefur orðið áskynja um verkefni sitt. Þannig er öll ferðin rifjuð upp, og að þeirri upprifjun lokinni skrifar hver nemandi stutta ritgerð um það gagn, sem hann hefur haft af ferðinni, hvers virði frystihús er fyrir þjóðarbúskapinn og hvað betur mætti fara í starf- rækslu þeirra. Þá vitneskju, sem fékkst í þessari ferð, fengu nemendur frá fyrstu hendi, vegna eigin reynslu og viðtala við þá, sem gerst þekktu. Sérfræðingaheimsóknir. Lítið hefur verið að því gert hér á landi að fá gesti í skól- ana, sem segja frá og útskýra fyrir nemendum þær sérgrein- ar, sem þeir hafa valið sér að ævistarfi. Kennari getur ekki verið sérfræðingur í öllu, en hann getur útvegað sérfræð- inga, sem eru reiðubúnir að segja frá reynslu sinni og kunn- áttu. Auðveldasta leiðin er að athuga, hvað foreldrar barn- anna starfa og leita til þeirra um aðstoð. Þar að auki eru aðilar, sem ávallt eru reiðubúnir að fræða og gefa upplýs- ingar, svo sem lögregla, slökkvilið, tryggingarstofnanir, verklýðssamtök og samvinnufélög. Hugsum okkur, að í einum bekk séu börn, sem eiga að foreldrum bifvélavirkja, garðyrkjumann, ljósmyndara, lögfræðing, hjúkrunarkonu og flugmann. Þessir nemend- ur gætu farið þess á leit við foreldra sína, að þeir aðstoð- uðu skólann með því að segja frá starfi sínu. Kennarinn gerði spjaldskrá yfir þá sérfræðinga, sem kostur væri á, og kallaði á þá, þegar hann gæti haft þeirra not. Ljós- myndarinn er gott dæmi um, hvernig hægt er að nota heimsókn sérfræðings í vinsælli iðn til þess að auka áhuga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.