Menntamál - 01.08.1962, Síða 73

Menntamál - 01.08.1962, Síða 73
MENNTAMÁL 163 fyrir gagnlegum kennslugreinum. Öllum þykir gaman að heyra snjallan ljósmyndara segja frá byggingu ljósmynda- vélar, frá glerjum hennar og prismum, ljósopi og brenni- vídd. Ef rétt er á haldið, gæti slík frásögn orðið til ómet- anlegrar örvunar í upphafi ljósfræðináms. Þar að auki er hugtakið ljósmyndavél þá orðin hlutstæð hugmynd, sem hægt er að nota til viðmiðunar í náminu. Ef ljósmyndar- inn segir frá efni filmunnar og framköllun, er hægt að nota frásögn hans til að vekja áhuga nemenda fyrir að vita meira um sýrur og sölt, upplausnir, úrfellingar og gagnverkanir. Þar með er fundin undirstaða fyrir efna- fræðiáhuga, sem byggður er á raunhæfum, hagnýtum grundvelli. Síðasta atriðið, sem ég tilfæri í grunnreiti keilunnar, er sviðsetning. Þetta er mjög skemmtileg aðferð, en árangur hennar er fyrst og fremst undir því komin, að nemendur séu þjálfaðir í heimildanotkun, athyglibeitingu, túlkun hugmynda, framsögn og eðlilegu fasi. Það er því ekki lík- legt, að góður árangur náist í fyrstu hjá bekk, sem er van- ur einstrengislegu yfirheyrslufyrirkomulagi. En vilji menn breyta til, er bezt að færa sig smám saman upp á skaftið, byrja á léttum viðfangsefnum og velja til starfs þá hæf- ustu í bekknum. Einhverjum kann að finnast það hæpið að flokka sviðsetningu í grundvallarreit námskeilunnar, og víst má segja, að ekki sé þar um að ræða eins hlutstæða reynslu og af hinum aðferðunum, en á móti kemur, að börn- unum er eiginlegt að leika. Þau geta oft komizt í snertingu við inntak leiksins á sama hátt og um raunverulegan atburð væri að ræða. 1 átthagafræði er hægt að beita sviðsetningu á mjög ein- faldan hátt. Hugsum okkur, að búið væri að vinna nokkur verkefni úr sveitalífi, jafnvel fara í rannsóknarleiðangur UPP í sveit. í framhaldi af þessu námi mætti sýna á korti uiestu landbúnaðarhéruð landsins og ákveða að fara í ferða- lag um eitthvert þeirra, án þess þó að yfirgefa skólastofuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.