Menntamál - 01.08.1962, Qupperneq 109
menntamál
199
orðið gagntekinn af einni hugsun. Hún þarf ekki að vera
sönn, en hún túlkar kannski það, sem þeir flestir óska sér
eða vilja trúa. Þá skiptir máli að hafa skýra hugsun og
reyna sjálfur að finna það, sem er rétt.
Sá, sem segir frá, gerir sér ljóst, að hann hefur frá ýmsu
nýju og mikilvægu að segja, að hann hefur þörfu hlut-
verki að gegna. Og meðvitundin um það gefur athöfninni
gildi, ekki aðeins þeim, sem segir frá, heldur einnig félög-
unum, sem hlusta.
Uppástungan um það, að nemendurnir skuli segja frá,
kemur yfirleitt ekki frá þeim sjálfum. Þegar fyrsta starfs-
sviði bekkjarins er lokið, er það kennarinn, sem kemur
þeim á sporið. Hann spyr, hvort þau hafi ekki eitthvað
að segja hvert öðru, fyrst þau hafi unnið að svo ólíkum
verkefnum. Jú, vissulega hafa þau margt að segja, og þau
eru mörg fús að gera það. En þau geta ekki öll sagt frá
samtímis, og þá vaknar spurningin um, hvernig bezt sé
að fara að. Venjulega stinga nemendurnir upp á, að þau
segi frá eftir ákveðinni röð. En það tekur langan tíma,
og oft er endurtekið það, sem aðrir hafa þegar sagt.
En kennarinn framkvæmir uppástunguna, til þess að
bekkurinn fái þessa ákveðnu reynslu. í næsta sinn verður
spurningin þessi: Mundum við geta gert þetta á annan
og hentugri hátt? Finni nemendurnir ekki nýja leið, geta
þeir fengið að hugsa málið nánar, og svo fá þeir aftur
að segja frá ,,í ákveðinni röð.“ Uppástungan um, að einn
segi frá fyrir hvern hóp, kemur síðar, og eins það, að hóp-
arnir komi sér saman um, frá hverju skuli sagt og hverju
sleppt.
Sig. Gunnarsson þýddi.