Skírnir - 01.01.1917, Blaðsíða 11
4
Um launa- og eftirlaunatill. launanefndarinnar. [Skírnir
ur úr nefinu. Og þó að eitthvert foreldri kynni að leggja
út í slíkt af fyrndri fordild eða annari jafn fánýtri orsök,
þá dytti engum framsæknum unglingi í hug að hugsa i
alvöru til slíkrar framtíðar. Eftir illum kjörum sækjast
ekki aðrir en ónytjungar eða úrþvætti. En því betri sem
kjörin eru, því betri vonir má gera sér um valda menn.
Þjóðfélagið getur boðið embættismönnum sínum sæmi-
leg kjör með tvennu móti, annaDhvort með því, að launa
starfið svo vel, m e ð a n það er unnið, að embættismað-
urinn, sem ætti ekki að hafa tima til að sinna aukastörf-
um, — svo á embættum að vera skipað og er í rauninni
flestum svo skipað, ef vel eru rekin — gæti lagt nægilega
mikið upp til þess að geta lifað viðunanlegu lífi, eftir að
bann hefði slitið starfskröftum sínum í þarfir lands síns,
®Ba þá með því móti, að launa bonum lægra meðan hann
starfar en greiða honum aftur í notum þess nokkra árlega
uppbót, e f t i r að hann, þrotinn að starfskröftum, hefir
látið af embætti.
Það er íhugunarefni, hvort fyrirkomulagið er hagkvæm-
ara þegar á alt er litið, ekki síður frá sjónarhól þjóðfé-
lagsins en frá sjónarmiði embættismannsins. Mér er nær
.að halda, að viðunanleg starfslaun og hæfileg eftirlaun sé
bagkvæmari landssjóði og almenningi en nægilega há laun
ún eftirlauna. Margir, liklega flestir, embættismenn deyja
í embætti og ekki fáir þeirra láta hvorki eftir sig ekkjur,
né óuppkomin börn. Þar er auðsýnn hagur að lágum
launum með eftirlaunarétti. Og væri vandað vel til manna
i embætti og embættismönnum haldið í embættum, meðan
þeir eru starfgengir, þá mundu eftirlaunaár þeirra og jafn-
vel ekkna þeirra — mikill aldursmunur á hjónum er
undantekning — ekki verða svo mörg yfirleitt, að lands-
sjóður hefði eigi hag af því fyrirkomulagi, fremur en af
binu, að greiða þeim nægilega há laun allan embættis-
aldur þeirra.
Og að því sleptu tel eg víst, að embættismenn sé
miklum mun sjálfstæðari, sérstaklega gagnvart sískiftandi,
pólitiskri stjórn, með eftirlaunafyrirkomulaginu en með