Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1917, Page 89

Skírnir - 01.01.1917, Page 89
82 Ritfregnir, [Skírnir hag þeirra og menningaráhrif, 2. kap. um heilbrigðismál bæjanna. — Frá landnámstíð og langt fram á 19. öld búa íslendingar allir að kalla í sveitum, kaupstaðir engir teljandi, ber ekkert á þeim fyr en um 1880. Þá fara þeir að dafna og það svo, að um og eftir síðustu a’damót lendir ekki að eins öll mannfjölgun í landinu í bæjunum, heldur dregst þangað og að auki fólk úr sveitunum, svo að þar fækkar um hríð. Um 1910 er svo komið, að fullur þriðjungur þjóðarinnar byr í kaupstöðum og sjávarþorpum, en tæp- ir 2/3 í sveitum. Sumum stendur stuggur af þessu, en til þess er þó ekki full ástæða. Síðan bæjunum fór að fara fram hefir út- flutningur fólks úr landinu nálega lagst niður. Þar hefir það lent, sem ekki heflr tollað í sveitunum og annars mundi hafa leitað af landi burt. Atvinna er oftast mikil í bæjunum og margbreyttari en í sveiturium. Meira en helmingur allra fiskiveiða er í höndum bæjabúa. Auður safnast hraðar í bæjum en nokkursstaðar annars. Hafa bæjabúar eins mikið undir höndum og sveitamenn, sem eru tvöfait mannfleiri. Aftur eru bæjabúar skuldugri. Unga fólkið leitar úr sveitunum til bæjanna til að »mentast«. Og alt sem til landsins flyzt frá útlöndum lendir fyrst í bæjunum, erlend- ur varningur, erlend mál, siðir, hugsunarháttur og menningar- straumar. Þaðan dreifist þetta svo út um bygðirnar eins og það hefir mótast í bæjunum. Það er því þjóðarnauðsyn, að bæirnir taki sem heilbrigðustum þroska, til þess að þeir geti orðið gagn- legir forverðir þjóðernis vors, máls og menningar. — Heilsufar bæjabúa upp og ofan virðist enn sem komið er engu lakara en sveitamanna. Manndauði er < bæjum sízt meiri en í sveitum, fæð- ingar öllu örari og mannfjölgun því fult eins mikii. Giftingar einnig heldur tíðari. — Húsakyuni manna í bæjum okkar eru mjög svo misjöfn og skipulagið alt til þessa næsta ófullkomið. Eftir því sem bygðin þéttist í bæjunum er því hætta á að heilsufari bæja- búa hnigni, nema rækileg bót só þegar ráðin á skipulagi bæjanna. — Þá eru talin helztu lagaboð um bygging og skipulag bæja. Og loks er lýst helztu bæjum okkar og fylgja þar til skvringar upp- drættir og myndir. Bendir höf. á helztu gallana, sem hvorki eru fáir né smáir. Þá kemur síðari kaflinn »um skipulag bæja«. Hann skiftist í 8 kapítula: 1. höfn og landareign, 2. greining bæjarhluta, 3. götur og gatnaskipun, 4. byggingareitir — húsaskipun, 5. stærð húsa og gerð, 6. vellir og torg, 7. sýnishorn af skipulagi bæjar og 8. end-- urbætur á skipulagi bæja. — Aðalefnið þetta: Bæir vorir eru allir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.