Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1917, Page 92

Skírnir - 01.01.1917, Page 92
Skirnir] Rtifregnir. 85 að ef bygðin í þeim eykst úr þessu að nokkru ráði, verður þröngbýlið skaðrœði. Það kemur bæði niður á útvegi, verzlun og efnahag, en bitnar aðallega á heilsufari bæjabúa, einkum hinna fátækari — og þeir eru hér sem annarstaðar fjölmennari hlutinn — og af þeim eru það börnin, sem verða harðast úti. Svona gengur þetta í öðr- um löndum og svona mun það einnig ganga hór, um það er engum blöðum að fletta. Þarf ekki að rekja þá sögu lengra; þeg- ar heilsufari fjöldans í einhverjum bæ fer að hnigna, þá er ekki að spyrja um hag hans að öðru leyti. Margur kann nú að halda, að þetta »draslist alt saman af ein- hvern veginn«, eins og vant er, þetta só ekki nema grýlur, sem verið sé að bregða upp fyrir mönnum. En því er nú ver, að svo er ekki. Bókin sem hór ræðir um fer ekki með hégómamál eða loftkastala. Það er ekki annað en dýrkeypt reynsla annara þjóða, gömul og ný, sem þar er verið að skýra frá, okkur til viðvörunar og lærdóms. Eftir því sem eg þekki til þessara fræða, virðist mór bókin að öllu leyti í samræmi við rit færustu og fróðustu manna erlendra um þessi efni, eins og heimildaskráin einuig bendir tll. Bókin er sniðin við okkar hæfi og svo ljóst og skipulega pamin, að hún virðist hverjum meðalgreindum manni auðveld. Hún þarf að komast í hendur allra byggingarnefnda og bæjarstjórna og hreppsnefnda í sjávarþorpum. Og helzt ættu sem flestir bæjabúar að lesa hana. Og menn þurfa að lesa hana rækilega sem lærdómsbók — katekismus — í þessari fræðigrein, sem hér má heita óþekt. Stakkaskiftum þurfa bæir okkar að taka og mundi almenn þekking á þessu máli stórum lótta það starf þeim, sem mest eiga að því að vinna. Verulegar endur- bætur verða lítt kleifar ella. Að vísu er þess ekki að dyljast, að nokkurt vandhæfi muu verða á því að koma æskilegum skipulagsendurbótum í framkvæmd, eins og höf. einnig telur viðbúið. En ef það reynist erfitt enn sem komið er, meðan bæir okkar eru mest megnis bygðir úr timbri, hvað mun þá síðar verða, þegar steinhúsum fjölgar? Og þeim fjölgar nú óðum með ári hverju, svo að hér er ekki til setunnar boðið. Víða mun þó nú þegar reynast allerfitt að hagga gallaðri gatnaskipun, sem þegar er á komin, en frágangssök verður það hvergi nærri alstaðar, ef viljann vantar ekki. Einna torveldast mun reynast að fá því framgengt, að tvöföld húshæð verði milli húsahliða, jafnvel þó að ekki só nema þar sem eingöngu er um íbúðir að ræða; til þess er gatnaskipun og húsa svo víða of þröng.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.