Skírnir - 01.06.1919, Síða 24
118
Sir George Webbe Dasent.
[Skírnir
«r á eyjunni St. Vincent i Vestindíum 22. mai 1817, en
þar var faðir hans þá yíirdómari; mun föðurætt hans vera
af normön8kum uppruna. Hann gekk í skóla á Englandi
og stundaði nám við háskólann í Oxford og mun þar aðal-
'lega hafa hneigst að grisku og latinu. Áð loknu námi
■dvaldi hann um hríð í Lundúnum og tók þá að rita fyrir
The Times, því að hann hafði komist í náin kynni við
;Sterling og Delane ættirnar, sem þá réðu mestu við það
blað, enda kyntist hann og um þær mundir ýmsum helztu
rithöfundum og merkismönnum Englendinga, svo sem
Thomas C'arlyle o. fl. John Thadeus Delane, skólabróðir
■og bezti vinur Dasent’s, tók innan skamms við ritstjórnar-
störfum við blaðið og hélt þeim um þrjátíu ár. DaBent
dvaldi fjögur ár í Stokkhólmi, en ferðaðist þó nokkuð á
meginlandi Evrópu á þeim árum; þannig fór hann til
Þýzkalands og sá þar Jakob Grimm, og mun hann hafa
hvatt Dasent að halda áfi'am þeim lærdómsiðkunum, er
hann hafði þá hallast að — þjóðsagnafræði og forníslenzk-
um bókmentum.
Eg efast um að Dasent hafl þekt nokkuð til islenzku
eða norrænna fræða áður en hann kom til Stokkhólms,
enda var ekki um auðugan garð að gresja viðvíkjandi
þeim efnurn á ensku máli. Jafnskjótt óg hann kom til
Stokkhólms mun hann hafa farið að leggja stund á þetta,
og tel eg það ekki efamál, að það hafi hann gert að hvöt-
um Stephens. Fyrsti árangurinn af þessum iðkunum hans
var ensk þýðing á Snorra Eddu (Gylfaginning og Braga-
ræðum), sem prentuð var í Stokkhólmi 1842, og er hún
tileinkuð Carlyle. Þýðandinn segir, að það sé í fyrsta
skifti, að þetta rit sé þýtt á ensku, en það er reyndar
•ekki rétt, því að Snorra Edda kom út í enskri þýðingu
í Mallet-Percy’8 Northern Antiquities, en sú þýðing er ann-
aðhvort úr frönsku eða latínu; mega því ummæli Dasent’s
að nokkru leyti til sanns vegar færast, því að þýðing hans
er sú fyrsta úr frummálinu, og að þvi er eg ætla, fyrsta
ensk þýðing af íslenzku fornriti, gerð eftir frnmritinu.
Allar eldri þýðingar af íslenzkum kvæðum og öðru, er