Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 5

Skírnir - 01.04.1920, Page 5
Skirnir] Vizka liefndarinnar. 83 inn í eldinn og héldu tryltri móðurinni með valdi, þangað «1 óp barnsina voru hætt — og hrundu svo móðurinni á báiið. Þessum grimdarverkum létu blöðin enga aðra skýr- ing fylgja en þá, að hinir hvítu borgarbúar hefði alt í einu orðið helteknir af æðislegu kynhatri, og að þeir ætl- uðu sér að hreinsa borgina að svertingjum. Við lestur þessara fregna hafði hver einstakur í hópn- um litið upp í byrjun, alveg ósjálfrátt, til að inna hinum samferðamönnunum frá þessum hryllilegu nýjungum, en Það leið ekki á löngu áður en hvern okkar, sem upp leit, setti hljóðan við að sjá á svip hinna, að við höfðum ekk- e,'t nýtt að inna. Það hafði slegið sama óhug á alla. Jafnvel eftir að við höfðum lagt frá okkur blöðin, fylgdi löng þögn. En svo þegar einn byrjaði að tala, töl- uðum við allir. Við reyndum að gera okkur grein fvrir einhverri dýpri ástæðu til þessa skyndilega samblásturs, °? hver kom með sína getgátu. En við gátum ekki skilið °rsök hans, við gátum að eins harmað afleiðingar hans. Það var að eins einn rnaður í hópnum, ungur lög- u^aður, sem virtist ekki Snortinn minstu vitund af lestri þössara fregna. Hann hélt áfram að handleika spilin á ^örðinu, eins og hann biði þess með óþreyju að geta far- ^ aftur að spila. Annar af sessunautum hans, sem hafði auðsjáanlega tekið eftir hátterni hans, sneri sér nú rakleitt að lög- tnanni: — Það, sem undrar mig mest, sagði hann, er, að þessi &r,tndarverk virðast vera framin, ef ekki beinlínis undir vernd yfirvaldanna í East St. Louis, þá að minsta kosti an nokkurrar íhlutunar af þeirra hendi. Ungi lögmaðurinn tók loksins spilin saman á borð- lnn, stakk þeim i vasa sinn og mælti: — Við lásum í blöðunum fyrir fáeinum mánuðum, að wwwiwrn Ore Packing Company hefði flutt inn svertingja en masse frá Suðurríkjum, til að hnekkja verkfalli hvítra tnnnna. Það er ekki ólíklegt, að það hafi blásið að kol- l,num. En hvort sem þessi gremja hvítu íbúa borgar- 6*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.