Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 25

Skírnir - 01.04.1920, Page 25
Skiroir] Elías Lönnrot og Kalevala. 103 er hinn listhagi Ilmarinen smíðaði, og aldrei mun sökkva i sjávardjúp gleymskunnar, meðan finsk tunga er töluð Úr Kalevala hefir hin unga finska þjóð ausið sér andlegan þrótt, og hin unga finska menning nýja krafta til vaxtar og þjóðlegrar þróunar. Hún hefir innblásið listamenn þjóðarinnar, skáld hennar og rithöfunda, og er því sann-nefnd grundvöllur hinnar finsku nútímamenn- ingar. Og þótt svo færi, sem vonandi aldrei verður, að hnska þjóðin hyrfi úr tölu þjóðanna og finskt þjóðerni liöi undir lok, þá mun Kalevala standa eftir sem fagurt °o óbrotgjarnt minnismerki andans kraftar hinnar finsku Þjóðar og gera nafn hennar ódauðlegt meðal þjóðanna, °o þá um leið nafn hans, sem gaf heiminum Kalevala- söngvana, til ævarandi gleði þeim, er slíkt kunna að naeta. Saga Lönnrots, eftir að hann hafði lokið þessu af- rek8verki sínu, er fljótsögð, að minsta kosti skal hér fljótt yfii' sögu farið. Árið eftir að nýja Kalevala kom út, var Lönnrot fi°ðin kennarastaða í finskri tungu og þjóðlegum fræðum við Helsingfors-háskóla. En ekki þáði hann það boð. Mælti hann í þess stað sterklega með einum lærisveina 8inna og vina til þeirrar stöðu, og fékk sá hana. Það Yar Castrén, er áður var nefndur sem þýðandi gömlu úalevala á sænska tungu. En Castrén andaðist tveim arum síðar, og nú var ekkert undanfæri fyrir Lönnrot. >011 þjóðin* heimtaðí Lönnrot í þessa stöðu. Háskóla- stúdentar sem einn maður sendu honum áskorun. V inir fiuns og dáendur í hóp lærðustu manna þjóðarinnar lögðu ^jög fast að honum. »Lækna eigum vér marga betri en Þig, en engan sem við iþig 'jafnast í þekkingu finskrar tungu og þjóðlegra fræða«. Varð Lönnrot loks undan að láta. 1854 fluttist hann til Helsingfors sem kennari við fiáskóiann þar. Þær vonir, sem menn höfðu gert sér til fians í því tilliti, urðu sér sízt til skammar, því að hér ^úátti með sanni tala um réttan mann á réttum stað.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.